Fjölheimar Doctor Strange langvinsælastir

Marvel ofurhetjumyndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness, eða Doctor Strange í fjölheimum vitfirringarinnar, er aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans en myndin var töluvert vinsælli en myndirnar í öðru og þriðja sæti.

Tekjur myndarinnar námu rúmlega 6,2 milljónum króna um síðustu helgi, en Sonic The Hedgehog 2 og Berdreymi eru báðar með tæplega 800 þúsund krónur í öðru og þriðja sætinu.

Samtals hefur Doctor Strange halað inn rúmlega 37 milljónum króna frá því hún var frumsýnd.

Nýja myndin Firestarter komst ekki nálægt toppnum og endaði í tíunda sæti með 235 þúsund krónur í tekjur. Myndin er gerð eftir frægri sögu hrollvekjumeistarans Stephen King.

Skoðaðu aðsóknarlistann hér fyrir neðan: