Óbreytt staða fimm efstu – Rogue One áfram á toppnum

Nýr bíóaðsóknarlisti ber keim af því að jólahátíðin gekk í garð um helgina og lokað var í tvo daga í bíóhúsum landsins. Toppmynd síðustu viku, Rogue One: A Star Wars Story hélt sæti sínu aðra vikuna í röð, og það sama má segja um myndirnar í öðru, þriðja, fjórða og fimmta sæti,  teiknimyndina Vaiana og jólagrínmyndina Office Christmas Party, ævintýramyndina Fantastic Beasts and Where to Find Them og teiknimyndina Trolls.

rogue-one-a-star-wars-movie

Engin ný mynd var frumsýnd í vikunni.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box