Nightcrawler á toppnum í USA

Glæpatryllirinn Nightcrawler, nýjasta mynd Jake Gyllenhaal, nýtur mestrar hylli í bíóhúsum í Bandaríkjunum þessa helgina, enda hefur hún verið að fá prýðilegar viðtökur hjá gagnrýnendum. Talið er víst að myndin verði sú mest sótta yfir helgina alla.

K72A3451d.tif

Myndin mun þar með bera sigurorð af mest sóttu mynd síðustu helgar, ódýru hrollvekjunni Ouija.

Fury, skriðdrekamynd Brad Pitt, mun líklega verða í þriðja sæti vinsældarlistans, og  John Wick, spennutryllir Keanu Reeves, í því fjórða. Fimmta sætið mun síðan líklega falla Gone Girl, mynd David Fincher með Ben Affleck í aðalhlutverkinu, í skaut.

Eina stóra nýja mynd helgarinnar auk Nightcrawler, er nýjasta mynd Nicole Kidman og Colin Firth, spennutryllirinn Before I Go To Sleep, en sú mynd virðist ekki falla nógu vel í kramið ef eitthvað er að marka aðsóknina sem hún fékk.

Hér er topp tíu listinn eins og hann kemur líklega til með að verða:

1). Nightcrawler

2). Ouija

3). Fury

4). John Wick

5). Gone Girl

6). Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day

7). St. Vincent

8). The Book of Life

9). The Judge

10). Dracula Untold