Nightcrawler
2014
Frumsýnd: 7. nóvember 2014
The City Shines Brightest at Night
117 MÍNEnska
95% Critics
86% Audience
76
/100 Nightcrawler var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik Jakes
Gyllenhaal í aðalhlutverkinu og er nú tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir
besta handritið. Myndin er ennfremur tilnefnd til fernra BAFTA-verðlauna,
fyrir besta leik í aðalhlutverki karla
Hinn atvinnulausi Lou Bloom ákveður að skapa sér sinn eiginn
starfsvettvang og gerast sjálfstæður myndatökumaður sem vinnur
við að ná nærmyndum af því versta sem gerist í Los Angeles.
Lou Bloom er ákafur ungur maður og þráir að koma sér
áfram í lífinu, trúir á ameríska drauminn og er tilbúinn
til að gera næstum hvað sem er til að láta hann rætast.
Eftir... Lesa meira
Hinn atvinnulausi Lou Bloom ákveður að skapa sér sinn eiginn
starfsvettvang og gerast sjálfstæður myndatökumaður sem vinnur
við að ná nærmyndum af því versta sem gerist í Los Angeles.
Lou Bloom er ákafur ungur maður og þráir að koma sér
áfram í lífinu, trúir á ameríska drauminn og er tilbúinn
til að gera næstum hvað sem er til að láta hann rætast.
Eftir að hafa leitað um hríð að vinnu og alls staðar komið að lokuðum dyrum
fær Lou Bloom hugmynd þegar hann kemur kvöld eitt að vettvangi
umferðarslyss og sér að störfum kvikmyndatökumenn sem hugsa um
það eitt að ná sem bestum myndum af hinum slösuðu og hraða sér síðan
með upptökurnar í myndverið til að ná þeim inn í næsta fréttatíma.
Í framhaldinu ákveður Lou að leggja þetta fyrir sig, ræður til sín starfsmann
og tekur að elta uppi alls konar slys og aðrar vondar fréttir sem
reynast auðseljanleg vara. En þegar hann fer líka að eltast við glæpamenn
til að ná myndum af glæpum þeirra og jafnvel morðum er hann
kominn inn á vægast sagt hættulega en æsispennandi braut ...... minna