Þriðju vikuna í röð er ofurhetjan Þór á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Þriðju vikuna í röð er ofurhetjan Þór í Marvel kvikmyndinni Thor: Love and Thunder, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Samtals eru tekjur af sýningum myndarinnar nú orðnar tæplega 47 milljónir króna. Myndin var sýnd í tólf sölum um síðustu helgi samkvæmt upplýsingum frá FRISK. Elvis, myndin um samnefndan rokkkóng, er næstvinsælust… Lesa meira
Fréttir
Allt væntanlegt frá Marvel til ársins 2025
Frumsýningardagar næstu Marvel mynda og sjónvarpsþátta afhjúpaðir.
Á afþreyingarráðstefnunni Comic-Con í San Diego í Kaliforníu um helgina upplýsti Kevin Feige, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Marvel, áhorfendur um frumsýningardaga væntanlegra Marvel kvikmynda og sjónvarpsþátta, allt þar til Avengers: Secret Wars verður frumsýnd árið 2025. Fyrir þremur árum sagði forstjórinn frá því á sömu ráðstefnu að fjórði fasi Marvel heimsins myndi… Lesa meira
Svarti Pardusinn 2 með fyrstu stiklu
Marvel hefur sent frá sér fyrstu stiklu úr Black Panther: Wakanda Forever.
Marvel framleiðslufyrirtækið hefur gefið út fyrstu stiklu úr ofurhetjumyndinni sem margir bíða spenntir eftir, Black Panther: Wakanda Forever, eða Svarti Pardusinn: Wakanda að eilífu, í lauslegri íslenskri snörun. Jarðarför? Stiklan var frumsýnd í lok kynningar Marvel á Comic-Con afþreyingarráðstefnunni í San Diego í Kaliforníu í gær, laugardaginn 23. Júlí. Ráðstefnan… Lesa meira
Firnasterkur Þór slæst við Skósveina
Traust tök Marvelhetjunnar Þórs í ofurhetjukvikmyndinni Thor: Love and Thunder eru áfram sterk.
Traust tök Marvelhetjunnar Þórs í ofurhetjukvikmyndinni Thor: Love and Thunder eru áfram sterk á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Kvikmyndin hefur þó nauma forystu á Skósveinana hans Gru í teiknimyndinni Minions: The Rise of Gru, en þar munar aðeins rúmri einni milljón króna í greiddum aðgangseyri. Hetjur. Top… Lesa meira
Tónlist Hildar í nýjustu mynd David O. Russell
Hildur Guðnadóttir mun sjá um tónlistina í nýjustu mynd David O. Russell.
Kvikmyndatónskáldið og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir sér um tónlistina í nýjustu mynd David O. Russell, Amsterdam. Frá þessu er greint á Wikipediu síðu Amsterdam. Jafnframt kemur þetta fram á Wikipediu síðu Hildar. Vinir skála. Russell hefur fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, en hann er þekktur fyrir kvikmyndirnar Joy, American Hustle… Lesa meira
Thor og öskrandi geitur á tekjutrippi
Thor: Love and Thunder er vinsælasta kvikmynd heims um þessar mundir.
Thor: Love and Thunder er vinsælasta kvikmynd heims um þessar mundir og situr hún meðal annars á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans eins og við höfum áður sagt frá hér á síðunni. Samkvæmt Forbes þá virðast tekjur myndarinnar ætla að verða um 187 milljónir bandaríkjadala í Bandaríkjunum vegna sýninga fyrstu vikunnar, eða… Lesa meira
Skelfilegt viðtal verður kvikmynd
Verður Hugh Grant Andrés prins?
Skelfilegt Newsnight viðtal hertogans af York fær nú framhaldslíf sem kvikmynd með Hugh Grant í hlutverki hertogans, þ.e. Andrés prins. Hugh Grant með vindil. Myndin á að heita Scoop og byggir á samnefndri bók eftir Sam McAlister, BBC framleiðandans sem fékk Andrés til að koma í viðtal til að ræða… Lesa meira
Þrumugóð helgi
Þrumuguðinn Þór þaut alla leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.
Þrumuguðinn Þór í Marvel ofurhetjumyndinni Thor: Love and Thunder þaut alla leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, rétt eins og hann gerði í Bandaríkjunum og í fleiri löndum. Skrautlegt ofurpar. Tekjur myndarinnar, sem er með Chris Hemsworth í titilhlutverkinu, námu tæpum fjórtán milljónum króna og hvorki fleiri né… Lesa meira
Teller ræðir framhald Top Gun: Maverick
Byrjað er að ræða framhald á Top Gun: Maverick.
Í kjölfar gríðarlegra vinsælda Top Gun: Maverick í bíó um allan heim, þar á meðal hér á landi, þar sem myndin er enn í sýningum, þá hefur einn aðalleikarinn ljóstrað því upp að hann "eigi í samtölum" um framhaldsmynd. Frá þessu er greint í vefritinu Deadline. Miles Teller í Top… Lesa meira
Gru og skósveinarnir græja toppsætið
Þegar hver stórmyndin á fætur annarri er frumsýnd er hætt við því að slagurinn á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans verði harður.
Þegar hver stórmyndin á fætur annarri er frumsýnd er hætt við því að slagurinn á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans verði harður. Í síðustu viku var Elvis eins og kóngur í ríki sínu á toppi listans en nú hafa Skósveinarnir í myndinni Skósveinarnir: Gru rís upp hrint Elvis niður í annað sætið.… Lesa meira
Leituðu að Thor um allan heim
Framleiðendur leituðu um allan heim að Thor og fundu loks Chris Hemsworth.
Kevin Feige framleiðandi Thor: Love and Thunder sem frumsýnd verður í íslenskum bíóum á morgun miðvikudag, segir í myndbandi sem birt er neðst í fréttinni að leitað hafi verið um allan heim að rétta leikaranum í hlutverk ofurhetjunnar. Eftir þrotlausa leit bar hún loks árangur þegar Ástralinn Chris Hemsworth fannst.… Lesa meira
Kraftmestu skósveinar til þessa
Skósveinarnir: Gru rís upp, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í breska dagblaðinu The Telegraph í dag.
Teiknimyndin Minions: The Rise of Gru, eða Skósveinarnir: Gru rís upp, eins og myndin heitir í íslenskri þýðingu, og komin er í bíó hér á landi, fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í breska dagblaðinu The Telegraph í dag. Segir gagnrýnandi blaðsins, Robbie Collin, að myndin sé sú kraftmesta til… Lesa meira
Verðlaunuð í Transilvaníu
Berdreymi, hlaut verðlaun um síðustu helgi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu í Rúmeníu.
Kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Berdreymi, hlaut verðlaun um síðustu helgi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu í Rúmeníu. Verðlaunin voru þau fjórðu á stuttum tíma sem kvikmyndin fær en á síðustu dögum hefur hún einnig fengið verðlaun á hátíðum í Slóveníu, Mexíkó og Ítalíu. Í tilkynningu frá framleiðanda myndarinnar segir að… Lesa meira
Kóngur í ríki sínu
Það hefur verið harður slagur á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans síðustu vikur.
Það hefur verið harður slagur á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans síðustu vikur þar sem hver meistarinn á fætur öðrum hefur birst og gert tilkall til efsta sætisins. Nú er það hinsvegar kóngurinn sjálfur, Elvis Presley, sem er mættur á toppinn í kvikmyndinni Elvis í leikstjórn Baz Luhrmann. Elvis hefur verið að… Lesa meira
Afhverju er raðmorðinginn í The Black Phone svona ógnvekjandi?
Afhverju er Grabber í The Black Phone skelfilegri en flestir aðrir raðmorðingjar?
Flestar hrollvekjur þar sem raðmorðingjar koma við sögu eyða vanalega nokkru púðri í að segja einhverja hörmulega sögu af fortíð morðingjans sem getur þá útskýrt afhverju venjuleg manneskja getur breyst í skrímsli. Oft er það þannig að raðmorðinginn hefur verið misnotaður í æsku, sem verður til þess að hann þróar… Lesa meira
Skrautlegir leigumorðingjar pósa á plakötum
Fimm leigumorðingjar um borð í hraðlest komast að því að einhver skyldleiki er með verkefnum þeirra.
Fimm leigumorðingjar um borð í hraðlest komast að því að einhver skyldleiki er með verkefnum þeirra allra. Þetta er söguþráður spennutryllisins Bullet Train, eða Ofurhraðlestin, í lauslegri íslenskri snörun. Þó myndinni sé lýst sem spennumynd og spennutrylli er stutt í grínið ef eitthvað er að marka stikluna sem hægt er… Lesa meira
Á ljóshraða á toppinn
Bósi Ljósár í Pixar teiknimyndinni Ljósár þaut á leifturhraða beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans.
Bósi Ljósár í Pixar teiknimyndinni Ljósár þaut ásamt félögum sínum á leifturhraða beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en meira en fimm þúsund gestir mættu í bíó að fylgjast með ævintýrum geimkönnuðarins. Bósi horfir til himins. Risaeðlurnar í Jurassic World: Dominion fengu því lítinn frið á toppinum, en… Lesa meira
Ástarbréf til vísindaskáldsagna
Bósi okkar Ljósár úr teiknimyndinni ástsælu Leikfangasögu er loksins kominn í bíó
Bósi okkar Ljósár úr teiknimyndinni ástsælu Leikfangasögu, eða Toy Story, er loksins kominn í bíó og það á sjálfum þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní. Það er vel við hæfi enda er Bósi skyldurækinn og fylginn sér, vill vera til fyrirmyndar í sem flestu og leiða okkur til betri vegar. Græddi… Lesa meira
Risaeðlur ráðast á toppinn
Á Íslandi líkt og víða annars staðar í heiminum eru það risaeðlurnar í Jurassic World: Dominion sem ráða ríkjum.
Á Íslandi líkt og víða annars staðar í heiminum eru það risaeðlurnar í Jurassic World: Dominion sem ráða ríkjum. Myndin fór rakleiðis á topp íslenska aðsóknarlistans um síðustu helgi og rakaði inn rúmum sex milljónum króna í tekjur. Bíógestir voru tæplega fjögur þúsund. Myndin var sýnd í tólf sölum um… Lesa meira
Risaeðlur fá risaaðsókn
Risaeðlutryllirinn Jurassic World Dominion stefnir í tekjur samtals upp á 386 milljónir Bandaríkjadala.
Risaeðlutryllirinn Jurassic World Dominion sem frumsýnd var fyrir helgi hér á landi og víða um heim stefnir í tekjur samtals upp á 386 milljónir Bandaríkjadala af sýningum á heimsvísu þessa helgina, eða rúmlega 51 milljarð íslenskra króna. Frá þessu er sagt á Deadline.com. Það er því ljóst að myndin er… Lesa meira
Frumraun Heimis á leið í bíó: Sjáðu stikluna úr Þroti
Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival)
Glæný stikla úr kvikmyndinni Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar var afhjúpuð í dag ásamt plakati og frumsýningardegi. Um er að ræða sakamáladrama sem segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt… Lesa meira
Ofurmannlegt verkefni
Aðra vikuna í röð flýgur kvikmyndin Top Gun: Maverick hæst á íslenska bíóaðsóknarlistanum.
Aðra vikuna í röð flýgur kvikmyndin Top Gun: Maverick hæst á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en í myndinni sjáum við Pete "Maverick" Mithcell, í túlkun Tom Cruise, takast á hendur það verkefni að þjálfa bestu orrustuflugmenn í heimi fyrir nær ofurmannlegt verkefni, eyðileggingu hernaðarlega mikilvægrar byggingar í óvinalandi. Nær átta milljónir skiluðu… Lesa meira
Gerðu grín að leikstjóranum
Kvikmyndin I am Zlatan, sem fjallar um sænsku fótboltahetjuna Zlatan Ibrahimovic, kom í bíó nú í vikunni.
Kvikmyndin I am Zlatan, sem fjallar um sænsku fótboltahetjuna Zlatan Ibrahimovic, og kom í bíó nú í vikunni, er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Zlatans frá árinu 2013. Í myndinni er fjallað um leið fótboltamannsins til frægðar og frama og sagt frá hvernig hann ólst upp í Rosengard, slæmu hverfi í… Lesa meira
Tom á toppnum með Top Gun: Maverick
Tom Cruise myndin Top Gun: Maverick er mál málanna þessa daganna.
Tom Cruise myndin Top Gun: Maverick er mál málanna þessa daganna, en myndin hefur bæði hlotið góða dóma og mikla umfjöllun um allan heim. Kvikmyndin nýtur einnig gífurlegra vinsælda og er efst á topplistum víða um veröldina. Þar er Ísland meðtalið en myndin fór rakleiðis á toppinn hér á landi… Lesa meira
Metaregn hjá Tom Cruise og Top Gun: Maverick
Bandaríski stórleikarinn Tom Cruise hefur með nýjustu mynd sinni Top Gun: Maverick heldur betur slegið sjálfum sér við.
Bandaríski stórleikarinn Tom Cruise hefur með nýjustu mynd sinni Top Gun: Maverick heldur betur slegið sjálfum sér við, ef svo má segja. Myndin, sem frumsýnd var í 62 löndum nú um helgina, þar á meðal hér á Íslandi, var með tekjur upp á 125 milljónir Bandaríkjadala utan Bandaríkjanna. Þetta er… Lesa meira
Kóngurinn hylltur í Cannes
Mikið var um dýrðir í Cannes fyrr í vikunni þegar Elvis var frumsýnd.
Kvikmyndin Elvis, sem fjallar um rokkkónginn Elvis Presley, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi fyrr í vikunni og var öllu tjaldað til til að gera viðburðinn sem allra glæsilegastan. Aðkoma frumsýningargesta var með skemmtilegasta móti og stilltu þeir sér margir hverjir upp til myndatöku á rauða dreglinum. Þá… Lesa meira
Fyrsta stikla úr Beast, nýjustu mynd Baltasars Kormáks
Fyrsta stiklan úr Beast, nýjustu mynd Baltasars Kormáks er komin út.
Fyrsta stiklan úr Beast, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks er komin út. Myndin segir frá tveimur táningsstúlkum og föður þeirra sem komast í hann krappann þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á grassléttunni. Í aðalhlutverkum eru Idris Elba, Sharlto Copley, Leah Jeffries og Iyana… Lesa meira
Þriggja vikna toppseta
Þriðju vikuna í röð er Marvel ofurhetjan Doctor Strange á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Þriðju vikuna í röð er Marvel ofurhetjan Doctor Strange á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í myndinni Doctor Strange in the Multiverse of Madness. Yfirburðir myndarinnar eru enn talsverðir en myndin í öðru sæti var með um þrisvar sinnum minni tekjur en toppmyndin. Þannig komu tæplega tvö þúsund manns að sjá Doctor… Lesa meira
Cruise kom á þyrlu á frumsýningu Top Gun
Tom Cruise flaug sjálfur þyrlu á frumsýningu Top Gun: Maverick í San Diego.
Tom Cruise gerir nú víðreist um heiminn til að kynna nýjustu mynd sína Top Gun: Maverick, sem hefur verið að fá góðar viðtökur gagnrýnenda. Í gær var hann til dæmis viðstaddur góðgerðarsýningu í Lundúnum að viðstöddum hertoganum og hertogaynjunni af Cambridge og á dögunum var hann viðstaddur heimsfrumsýningu myndarinnar í… Lesa meira
Einn minnislaus, tvær eldheitar og japanskur draugur
Japönsk metsölumynd, mynd með Liam Neeson að missa minnið og tvær aðrar eldheitar bíómyndir!
Tvær eldheitar kvikmyndir sem byrja á enska orðinu fire, eða eldur, eru annað hvort nýkomnar í bíó eða verða frumsýndar núna á föstudaginn. Önnur heitir Firestarter, eða Kveikjari í lauslegri íslenskri þýðingu, en hin heitir Fireheart og hefur fengið íslenska nafnið Eldhugi. Jafnframt er komin ný hörkuspennandi mynd með okkar… Lesa meira

