Firnasterkur Þór slæst við Skósveina

Traust tök Marvelhetjunnar Þórs í ofurhetjukvikmyndinni Thor: Love and Thunder eru áfram sterk á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Kvikmyndin hefur þó nauma forystu á Skósveinana hans Gru í teiknimyndinni Minions: The Rise of Gru, en þar munar aðeins rúmri einni milljón króna í greiddum aðgangseyri.

Hetjur.

Top Gun: Maverick, Tom Cruise myndin vinsæla, er enn tekjuhæsta kvikmynd landsins samanlagt, en Skósveinarnir gera nú harða atlögu að þeim titli.

Ný íslensk kvikmynd

Ekki er ólíklegt að Þór og Skósveinar haldi áfram að berjast um toppsætið í næstu viku en ný íslensk kvikmynd, Þrot, mun þó örugglega veita þeim harða samkeppni.

Sjáðu íslenska topplistann hér fyrir neðan: