Ant-Man á toppnum hér og í USA

Marvel ofurhetjan Ant-Man, í kvikmyndinni Ant-Man and the Wasp, stökk beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, með 5,5 milljónir íslenskra króna í tekjur. Myndin lék sama leikinn í Bandaríkjunum, en tekjur myndarinnar þar í landi námu tæpum 76 milljónum bandaríkjadala.

Toppmynd síðustu viku, teiknimyndin Hin Ótrúlegu 2, þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Ant-Man, og fór niður í annað sæti listans. Í þriðja sæti, og líka niður um eitt sæti, situr svo eltingarleikjagrínið TAG. 

Auk Ant-Man er ein önnur ný mynd á listanum, en það er gamanmyndin Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp, sem flaug á naglabretti beint í fjórtánda sæti aðsóknarlistans. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: