Á ljóshraða á toppinn

Bósi Ljósár í Pixar teiknimyndinni Ljósár þaut ásamt félögum sínum á leifturhraða beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en meira en fimm þúsund gestir mættu í bíó að fylgjast með ævintýrum geimkönnuðarins.

Bósi horfir til himins.

Risaeðlurnar í Jurassic World: Dominion fengu því lítinn frið á toppinum, en þar höfðu þær verið í eina viku áður en hetjan úr Leikfangasögu kom til skjalanna.

Top Gun í þriðja sæti

Í þriðja sæti er önnur gömul toppmynd, engin önnur en Top Gun: Maverick með Íslandsvininum Tom Cruise í aðalhlutverki.

Tvær kvikmyndir eru þaulsætnari en aðrar á listanum. Það eru myndirnar í níunda og tíunda sæti, Þrjótarnir og Allra síðasta veiðiferðin, með tekjur samtals frá upphafi upp á 15 og 45 milljónir króna.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: