Kóngur í ríki sínu

Það hefur verið harður slagur á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans síðustu vikur þar sem hver meistarinn á fætur öðrum hefur birst og gert tilkall til efsta sætisins. Nú er það hinsvegar kóngurinn sjálfur, Elvis Presley, sem er mættur á toppinn í kvikmyndinni Elvis í leikstjórn Baz Luhrmann.

Elvis hefur verið að fá flotta dóma og hefur spurst vel út. Hún þykir skemmtileg, litrík og hröð, eins og búast mátti við frá Luhrmann.

Konungur alheimsins

Í öðru sæti er núna sjálfur konungur alheimsins, Bósi Ljósár í kvikmyndinni Ljósár og í þriðja sæti maður sem er aðeins jarðbundnari, en þó ekki alfarið, sjálfur Tom Cruise í hlutverki flugmannsins Maverick í kvikmyndinni Top Gun: Maverick.

Áfram harður slagur

Ef einhver heldur að slagnum um toppsætið ljúki í bráð þá ætti viðkomandi að hugsa sig tvisvar um því bæði eru væntanlegir erkiilmennið Gru í Minions: The Rise of Gru og þrumuguðinn Þór í Thor: Love and Thunder.

Sjáðu íslenska topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: