Þór með ofurtök á toppsætinu

Þriðju vikuna í röð er ofurhetjan Þór í Marvel kvikmyndinni Thor: Love and Thunder, á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Samtals eru tekjur af sýningum myndarinnar nú orðnar tæplega 47 milljónir króna. Myndin var sýnd í tólf sölum um síðustu helgi samkvæmt upplýsingum frá FRISK.

Elvis, myndin um samnefndan rokkkóng, er næstvinsælust í bíó. Eftir fimm vikur í sýningum komu tæplega fimmtán hundruð manns í kvikmyndahús að berja kappann augum.

Þriðja sæti listans fellur svo skósveinunum í skaut, en þeir og Elvis höfðu sætaskipti milli vikna.

Þrot í fimmta sætið

Íslenska myndin Þrot fer beint í fimmta sæti aðsóknarlistans með 174 gesti og 340 þús. kr. í greiddan aðgangseyri.

Paradís opnar á ný

Eins og glöggir bíóáhugamenn hafa væntanlega tekið eftir hefur Bíó paradís opnað á ný eftir lokun vegna viðhalds og eru þeirra myndir því farnar að skila sér aftur á listann.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: