Topplistar vikunnar hafa nú verið uppfærðir og hægt að sjá lista yfir vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum Íslands, DVD-leigum Íslands og einnig vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna.
Óhætt er að segja að gamanmyndin The Hangover hafi slegið í gegn, en hún situr á toppnum yfir vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum aðra vikuna í röð og þénaði þar um 33 milljónir dollara. The Taking of Pelham 123 kom ný inn í 3.sætið, en helgin var ansi stór vestanhafs þar sem hún þénaði um 25 milljónir dollara (áætluð tala).
Á Íslandi þénaði The Hangover vel yfir 13,5 milljónir íslenskra króna sem þýðir að hún er tekjuhæsta mynd landsins það sem af er ári, bæði þegar talað er um 3 daga opnun (föstudag – sunnudag) og yfir 5 daga opnun (miðvikudag – sunnudag), en á sumrin er venjan að myndir séu frumsýndar á miðvikudögum. Yfir 15.000 Íslendingar hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd.
Gamanmyndirnar virðast falla vel í kramið þessa dagana, en vinsælasta myndin á DVD leigum landsmanna er Paul Blart: Mall Cop.

