Náðu í appið

My Best Friend's Girl 2008

(Bachelor No.2)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. október 2008

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 34
/100

Tank (Dane Cook) lendir í bobba þegar besti vinur hans, Dustin (Jason Biggs), biður hann að bjóða Alexis (Kate Hudson) út. Alexis er nefnilega fyrrverandi kærasta Dustin og markmið leiksins er að Tank bjóði henni á ömurlegt stefnumót svo að Dustin líti út fyrir að hafa verið frábær kærasti og Alexis taki við honum aftur. Alexis er hinsvegar gullfalleg og... Lesa meira

Tank (Dane Cook) lendir í bobba þegar besti vinur hans, Dustin (Jason Biggs), biður hann að bjóða Alexis (Kate Hudson) út. Alexis er nefnilega fyrrverandi kærasta Dustin og markmið leiksins er að Tank bjóði henni á ömurlegt stefnumót svo að Dustin líti út fyrir að hafa verið frábær kærasti og Alexis taki við honum aftur. Alexis er hinsvegar gullfalleg og heillandi stúlka svo þetta verður mikil prófraun fyrir vinskapinn... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Ófrumleg, en má hafa gaman af
Tank (Dane Cook) er gaurinn sem fær þína fyrrverandi til þess að hugsa vel til þín þó þú hafir verið latur sóði. Í samanburði við Tank þá ertu draumur! Drengir í ástarsorg leita til Tank í von um að kærustunni fyrrverandi snúist hugur. Tank er óforbetranlegur dóni sem fær allar konur til þess að hlaupa öskrandi út en þegar Tank fer á stefnumót með Alexis (Kate Hudson) sem er ástin í lífi besta vinar hans þá breytist allt.

Kate Hudson er viðkunnanleg leikkona og Dane Cook skilar sínu líka mjög vel. Alec Baldwin stelur hins vegar senunni í sínu litla hlutverki sem faðir Tanks og er stórskemmtilegur. Efnistök myndarinnar eru ekki frumleg en það má þó hafa gaman að myndinni þrátt fyrir það.

María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn