Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Never Back Down 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. maí 2008

Win or Lose... Everyone Has Their Fight

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Jake Tyler er alger uppreisnarseggur sem er nýbyrjaður í nýjum skóla. Fljótlega eftir að hann byrjar þá sjá samnemendur bardagamyndband af honum á YouTube og skora á hann til að sýna krafta sína. Í tilraun sinni til þess að passa í hópinn þá tekur hann þátt í bardagakeppni. Þar hittir hann þjálfara í bardagaíþróttum sem tekur hann að sér og kennir... Lesa meira

Jake Tyler er alger uppreisnarseggur sem er nýbyrjaður í nýjum skóla. Fljótlega eftir að hann byrjar þá sjá samnemendur bardagamyndband af honum á YouTube og skora á hann til að sýna krafta sína. Í tilraun sinni til þess að passa í hópinn þá tekur hann þátt í bardagakeppni. Þar hittir hann þjálfara í bardagaíþróttum sem tekur hann að sér og kennir honum að nota líkamann, hugann og hjartað þegar hann er að berjast. Kennsluna notar Jake í risastórum lokabardaga við aðalnaglann í skólanum, þar sem hann berst um heiður sinn og hylli sætustu stelpunnar í bekknum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Stórskemmtileg klisja
Allir eiga sér einhverjar myndir í uppáhaldi sem eru svo gríðarlega lélegar að þær gefa óviljandi frá sér svo sterkt skemmtanagildi að þær jafna nánast frábærar myndir. Ég á mér nokkrar þannig; T.d. Commando, Rollerball ('02), Batman ('66), flestar Michael Bay-myndir, Masters of the Universe og núna Never Back Down.

Ef Never Back Down væri satíra, þá væri hún frábær. En bara það að hún skuli taka sig svona alvarlega gerir hana að svo skemmtilegu áhorfi. Í alvöru talað! Þessi mynd er svo mikil klisjuveisla að það er erfitt að hafa EKKI gaman að henni. Hún er afrakstur þess ef þú myndir taka The Karate Kid, Step Up, You Got Served og Fight Club og skelltir þeim í blandara. Hugmyndin í sjálfu sér hljómar m.a.s. kjánalega, en þannig er einmitt myndin.

Flestir leikararnir þurfa ekki að gera mikið annað en að líta fallega út (enda unglingamynd), og ekki nóg með það, heldur var fenginn einstaklingur í aðalhlutverkið sem er fullkominn tvífari Tom Cruise (þ.e.a.s. á yngri árum). Annars er enginn beint góður í þessari mynd, þ.e.a.s fyrir utan Djimon Hounsou (hann lætur ekki einu sinni slæmt handrit koma í veg fyrir góða frammistöðu - Öflugur sá!).

Ef að það er eitthvað sem að mætti hrósa myndinni fyrir að gera rétt, þá eru það slagsmálasenurnar. Það kemur hreinlega á óvart hvað slagsmálin eru vel gerð, bæði brútal og spennandi. Kvikmyndatakan er líka með þeim betri sem ég hef séð í svona mynd, og nýtur hún sín hvað best í ofbeldinu.

Undir venjulegum kringumstæðum kæmist mynd sem þessi varla yfir meðalmennskuna, en það er eitthvað við hana sem er svo skemmtilegt. Manni er skítsama um persónurnar, en samt vill maður sjá "vonda gaurinn" laminn í klessu undir lokin og fyrir vikið styður maður þetta stjórnlausa ofbeldi (frábær boðskapur, krakkar). Ég keypti mér myndina á DVD og verð alltaf jafn hissa á því hvað það er gaman að horfa á hana. Hún verðskuldar þó engin venjuleg meðmæli, þar sem að ég er að mæla með henni á röngum forsendum. Handritið er óviljandi fyndið, dramað svo yfirdrifið alvarlegt að það verður næstum því að brandara o.s.frv.

Það eru góðar líkur á því að unglingar (svona 12-16 ára) fíli myndina, þá á þann hátt sem þeir eiga að gera. 
7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn