Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Quarantine 2008

(Quarantined, Rec)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. október 2008

On March 11 2008, the government sealed off an apartment complex in Los Angeles. The residents were never seen again. No details. No witnesses. No evidence. Until now.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Sjónvarpsfréttakonan Angela Vidal (Jennifer Carpenter) og myndatökumaðurinn hennar fá það verkefni að eyða nótt með slökkviliðinu í Los Angeles til að fylgjast með störfum þeirra. Þau svara venjulegu neyðarkalli frá íbúðarhúsi, þar sem þau komast að því að íbúar þess hafa verið sýktir af einhverju sem enginn veit hvað er. Þegar þau reyna að... Lesa meira

Sjónvarpsfréttakonan Angela Vidal (Jennifer Carpenter) og myndatökumaðurinn hennar fá það verkefni að eyða nótt með slökkviliðinu í Los Angeles til að fylgjast með störfum þeirra. Þau svara venjulegu neyðarkalli frá íbúðarhúsi, þar sem þau komast að því að íbúar þess hafa verið sýktir af einhverju sem enginn veit hvað er. Þegar þau reyna að sleppa frá blóðþyrstum íbúunum þá er búið að einangra blokkina og enginn kemst inn eða út...það eina sem þau geta gert er að reyna að halda lífi.... minna

Aðalleikarar

Bein afrit verða sjaldan betri
Quarantine er gott dæmi um skref-fyrir-skref endurgerð, sem litið hefur dagsins ljós einungis vegna þess að framleiðendur vissu að hugmyndin væri góð og að flestir kanar hata að þurfa að lesa texta til að fylgjast með bíómynd. Svo hví ekki bara gera sömu mynd alveg upp á nýtt? Nema bara á ensku...

Endurgerð þarf ekki endilega að vera slæmt orð. Sumar eru góðar og jafnvel fáeinar miklu betri en upphaflegu myndirnar (lítið t.d. bara á The Thing, Ocean's 11 og The Departed) en það þýðir þá aðeins að nýju myndirnar tóku gamla hugmynd og gerðu eitthvað ferskt með hana. Ég hefði gjarnan viljað sjá svipað hér, en það sem ég fékk var bara ryðgað afrit.

Kannski ég ætti að taka það fram að ég er harður aðdáandi spænsku frummyndarinnar, sem reyndar ber hið ómerkilega heiti [Rec]. Sú mynd var svosem ekki fullkomin, en hún var með öllum líkindum það óþægilegasta sem ég hef horft á í nokkur ár (sennilega síðan ég sá The Descent í fyrsta sinn). Drungalegt andrúmsloft skipti öllu, í stað bregðusena, og seinustu mínúturnar voru svo taugatrekkjandi að ég þurfti að skella nokkrum þáttum af Family Guy í tækið eftirá til að róa mig niður.

Að horfa á Quarantine er nokkurn veginn eins og að horfa á [Rec], nema bara með tvöfalt slakari frammistöðum og meira óþolandi myndatöku. Þessi mynd heldur í þá amerísku hefð, að því minna sem þú sérð hvað er í gangi, því meira spennandi verður atburðarásin. Hristingurinn í myndavélinni er einstaklega yfirdrifinn. Vissulega eru þörf á slíku þegar að þú gerir mynd í "fyrstu persónu," en frummyndinni tókst að láta stílinn ganga upp með að fókusa meira á dimma umhverfið í stað þess að gefa tökumanninum flogaveiki.

Stærsti mínusinn er hins vegar Jennifer Carpenter í aðalhlutverkinu. Það skín í gegnum hana alveg merkilega óþolandi týpa og manni verður eiginlega slétt sama um hana cirka 5 mínútur inn í myndina. Aðrir leikarar voru ekkert skárri, nema Greg Germann, sem reyndar kom nokkuð vel út. Myndin má þó eiga það að vera helvíti spennandi á köflum, og aukið magn af blóði og ógeði gerir áhorfið mun brjálaðara. Myndin er aldrei leiðinleg og heldur manni alveg við efnið, sem er meira en hægt er að segja um flestar hrollvekjur núorðið (sá einhver t.d. Prom Night?).

Quarantine er tilgangslaus mynd að öllu leyti þótt það megi gera margt verra en að eyða 80 mínútum í hana. Samt, í guðanna bænum, horfið frekar á spænsku myndina!

5/10

PS. Hvað er málið með það að sýna eitt mikilvægasta skot myndarinnar bæði í öllum sýnishornum og á plakatinu sjálfu?! Spoiler? Ö, já!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Quarantine vs REC
Ég skellti mér í kvikmyndahúsi á föstudagin á myndina Quarantine sem er reyndar endurgerð á spænskri mynd sem kom fyrr út á árinu sem heitir REC. Sem sagt ég ætla ekki að fara kjafta frá hvað gerist í myndinni. Fín endurgerð sem er alveg þess virði að sjá í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn