Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pineapple Express 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. september 2008

Þetta var slæmur dagur til að vera skakkur

111 MÍNEnska

Grashausinn Dale (Seth Rogen) verður vitni að morði meðan að hann er rammskakkur á einhverri öflugustu grastegund sem til er. Hann leggur umsvifalaust á flótta og flækist félagi hans, Saul (James Franco) inn í málið, sem er sjálfur dópsali. Brátt komast freðnu félagarnir að því að þeir eru flæktir inn í eitthvað mun stærra en þeir áttu von á, og verður... Lesa meira

Grashausinn Dale (Seth Rogen) verður vitni að morði meðan að hann er rammskakkur á einhverri öflugustu grastegund sem til er. Hann leggur umsvifalaust á flótta og flækist félagi hans, Saul (James Franco) inn í málið, sem er sjálfur dópsali. Brátt komast freðnu félagarnir að því að þeir eru flæktir inn í eitthvað mun stærra en þeir áttu von á, og verður framhaldið miklu meira en bara einfaldur eltingarleikur.... minna

Aðalleikarar

Stoner
Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá stóner myndir:-) Ekki nóg til af þeim! En Pineapple express grasið átti semsagt að vera alveg þvílíkt THC innihaldsríkt,geðveikt sterkt,sem Rogen kaupir af dílernum- sem blastar svo í einni jónu með honum og þeir alveg steiktir á sófanum- Seinna verður Rogen vitni að morði,haldandi á jónu sem hann svo missir, morðinginn sér til hans en Rogen keyrir í burtu en morðinginn finnur jónustubbinn á götunni og segir: That's Pineapple express,man! og trakkar hann svo niður vegna þess að dílerinn hans Rogen er sá eini sem er að selja þetta sterka gras. Þessi mynd er alveg fín afþreying, Seth Rogen fór reyndar í taugarnar á mér í fyrstu,en það breytist fljótt ,hann leikur stóner alveg ágætlega!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Versta mynd sem ég hef séð!!
Ég bjóst við miklu meiru. Grínið var lélegt og móðgandi og hasaratriðinn voru þau lélegustu sem ég hef séð. Seth Rogen valdi mér miklum vonbrigðum með þessari mynd. Mæli með að þið kaupið hana og brennið.
VERSTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A tale of two potheads
Þrátt fyrir að hafa átt góða stund yfir Pineapple Express þá fannst mér hún smávegis vonbrigði. Hún er vissulega ærslafull og drulluskemmtileg en einhvernveginn ekki eins flippuð og stílísk og hún hefði átt að vera. Söguþráðurinn er prýðilegur þangað til alveg undir lokin en þá verður hann stefnulaus og ég var ekki sáttur við hvernig myndin endar. Karakterarnir sem Seth Rogen og James Franco leika eiga að vera steiktir sem þeir eru en ná samt aldrei neinu almennilegu hámarki sem er synd því hassvíma þeirra spilar mjög stóran þátt. En myndin er annars spennandi og hröð og það glittir í svartan húmor. Pineapple Express er fjörug og lífleg skemmtun með áhugaverði sögu en nokkrir gallar takmarka einkuninna á við tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mjög svo freðið miðjumoð
Pineapple Express fjallar um gras, enda þungamiðja myndarinnar - augljóslega. Atburðarásin stýrist af grasi, nánast öll persónusamskipti eiga sér stað undir áhrifum þess og ég held að myndin hafi ekki einu sinni tekið neikvæða afstöðu til þess... sem er e.t.v. fyndnara.

Hasshausagrín er greinilega komið aftur í tísku, og ég held að svona high-profile stóner-mynd hafi ekki sést síðan Dude, Where's my Car? Hér er vissulega enn eitt Judd Apatow-afkvæmið á ferðinni, sem þýðir m.a. að blótsyrði séu eins og annað tungumál og húmorinn gengur eins langt og honum sýnist. En ef skal segja eins og er þá eru þessar Apatow-myndir farnar að síga svolítið (hlaut að koma að því) og þegar maður er farinn að fá 2-3 bíómyndir frá einum ofurframleiðanda á ári, þá er takmarkað hve lengi er hægt að halda dampi.

Pineapple Express má þó eiga það að vera rosalega fyndin á köflum. Hún er stundum svo brjálæðislega súr, óvænt og klikkuð að maður getur ekki annað en haft gaman að því. Hins vegar þjáist myndin alveg ofboðslega fyrir það að vera u.þ.b. korteri lengri en hún ætti að vera. Myndin byrjar þar að auki alveg hundleiðinlega, með alveg hreint glötuðu upphafsatriði sem setur þannig tón á myndina að maður veit að hún verður langdregin. Myndin kveikir á húmornum hægt og rólega en útaf því að hún flæðir svo skringilega hálf drattast allan tímann án þess að verða eitthvað ofboðslega áhugaverð. Spunagrínið fer líka alveg úr böndunum oft og þar byrjar að sjást að leikararnir skemmtu sér aðeins of mikið á settinu, og gamanið berst illa yfir til áhorfandans. Myndin fer þó batnandi í seinni helming eftir gríðarlega hæga keyrslu og fer einnig loksins að verða að því sem hún vildi vera frá byrjun; hasshausa-hasarmynd. Lokakaflinn minnti svolítið á Hot Fuzz (á grasi!) en hann gekk upp í sjálfu sér og skildi hvað mest eftir sig, sem er líka hálf fyndið, þar sem að myndin sem heild skilur nákvæmlega ekkert eftir sig.

James Franco stelur samt allri myndinni með frammistöðu sem að jarðar Harry Osborn-rulluna. Seth Rogen er annars vegar farinn að gera sömu rútínuna nokkuð oft og hún er líka farin að þreytast örlítið. Hann á auðvitað sín móment en maður fær svo mikið leið á þessum stælum þegar handritið er ekki fyndið. Vonum bara að maðurinn breytist ekki í næsta Will Ferrell, sem er endalaust að leika sama karakterinn. Fáein skemmtileg aukahlutverk fylla prýðilega upp í myndina (þ.á.m. Rosie Perez (!!) - af öllum), en almennt séð er þessi mynd talsvert ómerkileg og eiginlega full stefnulaus til að geta hlotið betri meðmæli. Myndin virkar ábyggilega vel í góðum vinahópi og kannski hefur ætlun myndarinnar verið sú að menn njóti hennar undir þeim áhrifum sem sagan hvetur til. Hver veit? Kannski virkar myndin betur þannig. En hún feilar a.m.k. á því að þú getir notið hennar venjulega, og ef menn ætlast til að gera klassíska stóner-mynd, þá ætti myndin að standast bæði áhorfin.

Persónulega mæli ég frekar með Knocked Up og Forgetting Sarah Marshall. Þar er besta Apatow-húmorinn að finna.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn