Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Watchmen 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. mars 2009

Þeir fylgjast með okkur... en hver fylgist með þeim?

162 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Myndin gerist árið 1985 þar sem ofurhetjur eru til í alvörunni. Nixon er ennþá forseti, Víetnamstríðið hafði unnist en spennan á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er meiri en nokkurn tímann fyrr. Réttlætishetjan Rorschach rannsakar dauða fyrrum hetjunnar The Comedian, og því nær sem hann - og fyrrum félagar hans úr Watchmen-hópnum - dregst að sannleikanum,... Lesa meira

Myndin gerist árið 1985 þar sem ofurhetjur eru til í alvörunni. Nixon er ennþá forseti, Víetnamstríðið hafði unnist en spennan á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er meiri en nokkurn tímann fyrr. Réttlætishetjan Rorschach rannsakar dauða fyrrum hetjunnar The Comedian, og því nær sem hann - og fyrrum félagar hans úr Watchmen-hópnum - dregst að sannleikanum, því meiri hætta kemur í ljós og gæti þetta samsæri jafnvel haft varanleg áhrif á mannkynssöguna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Zack Snyder finnst þetta vera kúl...
Þar sem næstum þrjú ár eru liðin síðan Watchmen kom í bíó (fokk hvað tíminn líður hratt) og eftir að hafa séð allar útgáfur af myndinni og hugsað vandlega um gæði þeirra, þá er tímabært að fá útrás á þessum skoðunum mínum. Þessi umfjöllun mun miða á The Director's Cut sem er aðeins meira en 20 mínútum lengri en bíóútgáfan. Svo er einnig til The Ultimate Cut sem næstum klukkutíma lengri og að mínu mati síðari útgáfan. Sem aðdáðandi myndasögunnar eftir Alan Moore sem las söguna oft áður en myndin kom út þá er þessi umfjöllun engan vegin endurspeglun á áliti venjulegra bíógesta. Ég ætla að skrifa um það sem mér finnst vera að þessari mynd mun meira en hvað er gott við þessa mynd, aðdáðendur geta reynt að krossfesta mig eftirá ef þeir vilja.

Watchmen er stútfull af "næstum því" og þá meina ég að myndin er yfirleitt næstum því í réttum takti við myndasöguna. Það eru þó lykilatriði þar sem hún misstígur og þá mjög alvarlega. Zack Snyder kann sitt stöff, sem segir ekki að hann er frábær leikstjóri þar sem hann hóf feril sinn við tónlistarmyndbönd (kemur engum á óvart). Hann veit hvað hann er að gera þegar að almennu útliti kemur en þegar að sögum kemur sem eru ekki grunnar og einfaldar, þá er ég á þeirri skoðun að Snyder hafi ekki hugmynd hvað hann er að gera.

1) Ofurhetjur? Myndasagan er um alvöru fólk sem klæðir sig og reyna að haga eins og ofurhetjur. Doctor Manhattan er eina persónan sem kemst nálægt ofurhetjum en hann er líkari yfirnáttúrulegri veru heldur en ofurhetju. Allir hinir eru ekki ofursterk yfirmenni eins og myndin gefur í skyn. Zack Snyder fannst það vera kúl að gera hasaratriðin að slow motion orgíum með ýktum tilþrifum þrátt fyrir að það er í engan vegin við takt við myndasöguna. Ofbeldi er stór partur af sögunni, það er ekki vandamálið. Vandamálið er hvernig Zack Snyder framkvæmir það, hvort sem hann átti sig á því eða ekki þá er þetta að gefa myndasögunni puttann. Í stað þess að meyða sig alvarlega eftir að hafa hoppað niður nokkra hæða hús þá lendir Rorschach á löppunum og byrjar að kung-fu sparka löggur, í alvörunni?

2) Sjónræni stíllinn. Ég er persónulega hundleiður á þessum súper "processed" kvikmyndastíl sem Snyder er mjög hrifinn af. Ég er ekki að segja að það lítur illa út, en mér finnst hann skorta alla þá kvikmyndalegu dýpt sem ég ólst upp með. Þetta virkaði fyrir mynd eins og 300 þar sem markmiðið var að vera trúr myndasögunni með þeirri aðferð. Hérna er Snyder enn og aftur að gera það sem honum finnst vera kúl og í alvöru, tjekkið á viðtölum og audio commentaries. Hann segir orðið kúl í hverri einustu setningu sem ástæðu fyrir "listrænu ákvörðum" hans. Myndasagan var fremur gróflega teiknuð og endurspeglaði raunveruleikann á sinn eigin sérstaka hátt. Á meðan myndin nær nokkurn veginn að skapa rétta litapalettu þá er stíllinn alltof hreinn og mjúkur fyrir Watchmen. Watchmen er 80's mynd í eðli sínu eða ætti að vera það. Myndir eins og Robocop og Total Recall eru dæmi um hvernig Watchmen ætti að líta út. Raunverulegar, gróft útlit á þeim (er ekki að tala um ofbeldið) og hafa ekki þetta "processed" og gervilega tölvuútlit sem Snyder baðaði á Watchmen því honum fannst það svo kúl. Myndasagan inniheldur veröld sem manni finnst geta snert með sínum eigin höndum, myndin er þvert á móti. Meðal þess þá fannst mér sum sviðin vera það gervileg að ég gat næstum kroppað frauðplastið af veggjunum. Þegar ég talaði um að geta snert umhverfið þá var ég ekki að meina á þann hátt.

3) Rangir leikarar. Malin Akerman er hrikalega rangt val fyrir Silk Spectre II. Hvernig sem hún er í sínu daglega lífi þá kemur hún fram sem gelgja á hvíta tjaldinu. Silk Spectre er býsna hörð týpa, líkt og Sigourney Weaver á sínum hápunkti. Akerman var röng fyrir hlutverkið, það er ekki hægt að neita því. Sama verður að segja um Carla Gugino, hún lék unga Silk Spectre I ágætlega en eftir að förðunardeildin klessti á hana hrúgu af slæmum öldrunarfarða þá fór leikur hennar alveg í vaskinn. Hef sjaldan séð jafn tilgerðalegan leik áður, gerir leikinn ekkert betri þar sem Akerman var að leika á móti henni, epískt hvað það atriði er mikið rusl. Allir aðrir eru "næstum því" réttir fyrir hlutverk sín. Jackie Earle Hailey kemst nærst því að vera réttur, hann er sá eini sem náði persónunni úr myndasögunni nánast fullkomlega.

4) Viðbætta ofbeldið. Sjaldan er ég á móti ofbeldi í kvikmyndum, en þegar ofbeldið er gersamlega tilgangslaust þá sný ég augunum í nokkra hringi. Enn og aftur þá er ofbeldi ekki vandamálið, það er hvernig Snyder framkvæmir það. Ég sá þetta eins og lítill strákur væri að leikstýra þessu sem er nýbúinn að sjá Saw myndirnar í fyrsta sinn. Snyder finnst ofbeldi sem er líkt pyntingarklámi vera kúl, svo hann varð að troða inn nokkrum sjálfsfróunar augnablikum í myndina, tilgangslausar og þær voru. Það var þó eitt skipti sem svona augnablik gerði gott fyrir söguna, en ég efa að Snyder var meðvitaður um það. Watchmen á að vera um alvöru fólk í alvöru aðstæðum og þar með þarf ofbeldið að vera alvöru (burtséð frá þegar Doctor Manhattan sprengir fólk með hugaraflinu). Zack Snyder finnst það ekki vera kúl, hann vill hyper aktívt ofbeldi því það finnst honum kúl.

5) Endinn. Einn sterkasti hluti myndasögunnar er endinn, þvert á móti þá er það veikasti parturinn í myndinni. Alveg síðan Kevin Smith fékk að sjá rough cut af myndinni seint árið 2008 þá byrjuðu orðrómar að fjölga á netinu um að endinum væri breytt og hvernig honum væri breytt. Ég trúði ekki þeim orðrómum því mér fannst hugmyndin hrikalega slæm. Því miður reyndust orðrómarnir sannir og endinn reyndist vera eins og mér fannst hugmyndin vera, hrikalega slæmur. Myndasagan hefur mjög myndrænan og sjokking endi sem fokkar rækilega í hausnum á manni. Snyder tók þann endi og gerði það sem ég kalla "generic hollywood cop out". Skemmtileg tilviljun að Kevin Smith gerði stórslysið sem hét Cop Out en það er önnur umfjöllun. Ég held að Zack Snyder hafi ekki nægilegan skilning á Watchmen og þær ástæður sem ég hef lesið fyrir því að hann breytti endinum eru ekki fullnægjandi. Alan Moore skrifaði "morally ambiguous" (hljómar betur á ensku) endi sem prédikar ekki yfir lesendum hvað er rétt eða rangt, hver eru vondur og hver er góður. Í lokin er yfirvofandi tilfinning af óvissu, hvað sem er gæti gerst eftir að sögunni lýkur. Myndin enn og aftur, gefur myndasögunni puttann. Fyrst með að gera Doctor Manhattan að einhverju "scapegoat illmenni" og síðan með að fjarlægja öll helstu einkenni sem gerðu endinn í myndasögunni svo eftirminnanlegan. Sjaldan hefur mynd reynt að fylgja myndarsögu svo vandlega bara til að gefa skít í það þegar mikilvægasti parturinn á að eiga sér stað.

Þetta eru aðeins helstu pointin sem ég vildi koma með. Niðurstaðan mín er sú að Snyder fokkaði þessari mynd upp, eins mikið og hann elskar myndasöguna þá var hann ekki rétti leikstjórinn. Ég ber mikla virðingu fyrir honum fyrir að hafa gert þessa mynd, sem er án efa ein kjarkaðasta kvikmyndatilraun seinustu ára. Annars þá er ég efins að hægt sé að gera mun betri mynd byggða á myndasögunni, betra væri að gera tólf hluta mini seríu á borð við Band of Brothers og aðra HBO þætti um Watchmen. Fleiri smáatriði, meiri tími og hægt að fara eftir myndasögunni skref fyrir skref. En ég verð að vera sanngjarn, þetta er kvikmynd ekki myndasaga, breytingar munu alltaf eiga sér stað og satt að segja þá finnst mér Watchmen ekki vera slæm mynd. Hún er samt vonbrigði í mínum augum því ég hef annað viðhorf en Snyder gagnvart efninu.

Mér sýnist að Snyder hafi reynt sitt allra besta, niðurstöður þess voru blendnar. Oft nær myndin að vera býsna góð, mig grunar þó að það hafi verið slysni frekar en merki um hæfni Snyders. Watchmen er mjög fagmannlega unnin og vandlega framkvæmd tæknilega séð, bara á ekki þann hátt sem mér fannst vera rétt fyrir söguna. Allt "feelið" úr myndasögunni sem ég vildi sjá vantaði, eða betur sagt þá sá ég afkvæmi þess og Zack Snyders og afkvæmið leit meira út eins og Snyder. Hljómar kannski eins og ég hati Snyder, sem ég geri engan vegin. Hann hefur þó sýnt það, sérstaklega eftir Sucker Punch að hann er mjög takmarkaður leikstjóri. Að mínu mati, alltof takmarkaður fyrir Watchmen. Þetta er miðjumoð sem er fórnalamb leikstjórans.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það var eins og vakandi blautur draumur að sitja þarna í sætinu mínu að horfa á Rorschach, Dr. Manhattan og The Comedian lifna við fyrir framan mig. Það er voða erfitt að útskýra það en þetta er u.þ.b. nákvæmlega það sem fór fram í hausnum á mér þegar ég las þessa bók. Ég er s.s. einn af þessum gaurum sem las Watchmen bókina reglulega sem unglingur. Alan Moore, sem skrifaði bókina, er einn sá besti í comic bransanum fyrr og síðar, um það er ekki deilt. Moore hefur ekki viljað láta bendla sig við myndir byggðar á verkum sínum sem er kannski skiljanlegt eftir The League of Exraordinary Gentlemen og From Hell. Mér fannst reyndar V For Vandetta vera mjög vel heppnuð. Watchmen hefur alltaf verið talið hans mesta afrek og það hefur alltaf verið talið ómögulegt að gera mynd sem stendur undir bókinni. Það hefur hinsvegar tekist núna!

The Dark Knight og Watchmen marka tímamót í comic myndum. Héðan í frá verða allar myndir bornar saman við þær og standarinn því þeim mun hærri. Þetta eru hugsandi comic myndir. Með alvöru persónum sem maður trúir. Það var góð ákvörðun að ráða lítið þekkta karkakter leikara til að fara með aðalhlutverkin í Watchmen. Það er ekki einn leikari sem smellpassar ekki í hlutverk sitt. Dr. Manhattan var ótrúlega raunverulegur, þó hann var algjörlega tölvugerður í sinni bláu mynd. Rorschach var alveg eins og ég vonaði, grófur, harður og ógnandi. Eins með The Comedian. Bara að sjá hann fara hamförum í Víetnam gaf mér gæsahúð. Eins með Ozymandias, Nite Owl og Silk Spectre. Það var ekki veikan hlekk að finna.

All hail Zack Snyder. Farið í bíó og sjáið þessa mynd í digital bíó! Hún er ekki góð, hún er fullkomin.

“Never compromise. Not even in the face of Armageddon.”

Í umfjöllun sinni um myndina fór Empire yfir allar fyrri tilraunir til að gera Watchmen mynd. Sam Hamm gerði handrit af bíómynd 1988. Terry Gilliam fiktaði við handritið og sýndi áhuga en ekkert varð úr því. Darren Aronfsky sýndi áhuga 2001 en því miður gerðist ekki þar heldur. David Hayter endurskoðaði handritið og reyndi að koma mynd af stað en allt kom fyrir ekki. Aronofsky reyndi aftur við myndina 2004 en no doughnut. Síðar sama ár ætlaði Paul Greengrass að gera myndina en það strandaði aftur. Mæli annars með þessari síðu hjá Empire, fullt af skemmtilegu dóti:
http://www.empireonline.com/features/
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meistaraverk!!!
Watchmen er byggð á einni frægustu og bestu comic-book sögu allra tíma. Þegar ég heyrði að það yrði aðlöguð mynd að þessari sögu, fylltist ég þvílíkum spenningi. Og þegar ég heyrði að Zack Snyder myndi gera myndina, enn betra.


Það sem mér fannst best við Watchmen er:

Útlitið á myndinni er stórkostlegt. Hvernig Snyder nær að koma heim Alan Moore á hvíta tjaldið er hrein unun að sjá, og sást alveg að hann var rétti maðurinn fyrir þetta verkefni.

Tæknibrellurnar eru sjúkar. Þvílíkt og annað eins. Ég held þær nái ekki að gerast jafn flottar og hér, og þjóna mjög góðu hlutverki í myndinni.

Sagan er hreint út sagt mögnuð og mjög umdeild(rétt eins og bókin), og nær Snyder vel að halda sig true við efnið í sögunni. Þó svo að hann breyti einhverju, þá fannst mér það aldrei draga myndina niður.

Leikararnir standa sig frábærlega, en þó fannst mér þrír standa upp úr. Fyrst ber að nefna Jeffrey Dean Morgan sem The Comedian. Virkilega magnaður karakter og Morgan stendur sig frábærlega í hlutverkinu. Næst ber að nefna Matthew Goode sem Ozymandias. Frábær villain og pottþétt næst svalasti karakter sögunnar, og Goode er frábær sem villain. En sá sem er bestur, að mínu mati, er Rorschach. Magnaður karakter á allan hátt, og Jackie Earle Haley(næsti Freddy Krueger) er magnaður í hlutverki sínu. Hann gjörsamlega eignar sér myndina um leið og hann birtist á skjánum og nær algjörlega karakternum í gegn.


Þrátt fyrir að vera 2 tímar og 40 mín, þá nær hún að halda manni við efnið út alla myndina og maður fær aldrei leið á henni. Það er mjög sjaldgæft að svona langar myndir nái að halda athygli manns(Heat er besta dæmið), en þessi er gott dæmi. Svo er víst 3 og hálfs tíma útgáfa sem verður vonandi á Blu-Ray útgáfunni. Það yrði bara geggjað ef það yrði.


Þessi mynd er samt svona mynd sem þú munt annað hvort elska eða algjörlega hata. Og er ég pottþétt í þeim fyrri því þessi mynd er einstök. Mæli með að allir þeir sem hafa gaman að myndum sem eru soldið öðruvísi og bara comic-book myndum yfir höfuð, að sjá þessa mynd. Þetta er örugglega ein sú besta sem ég hef séð.


10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Öruglega besta mynd Ársins

Watchmen er sjitt góð.
Zack Snyder gerir sit besta af gera þessa mynd alveg eftir bókinni og honum tekst það fullkomlega og það er líka mjög skemtilegt hvernig hann bætir í ofbeldið og sum atriðin.
Það var samt miklu meira í bókinni og í bókinni kom fram hvar Rorshcach fékk grímuna sína og það var farið miklu dýpra í hlutina í bókinni.
Ég fór með Tvem öðrum vinum mýnum sem höfu ekki lesið bókinna og þeir skemmtu sér kónunglege í bíosalnum og bíosalurin var fullur.
Leikararnir eru mjög góðir og mér finst The comedian skemtilega kaldhæðinn og Rorschach skemtilega ofbeltishneigður sem mér fanst gamman af.
Það sem mér finst skemtilegas við myndina er að það er eingin svona "Villan" í myndini þetta eru bara ofurhetjus sem eru að berjast upp um að bjarga heiminum sem mér finst bara brilljant!
Endirinn er svona bæði happy og sad og það er líka mjög séstakt hvernig heimurinn bjargast.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
1100kr sem ég sé ekki aftur!

Þetta verður mjög stutt og laggott hjá mér.

Ég var ekki búinn að lesa þessa "bók" og vissi ekki að þessir karakterar væru til fyrr en ég sá alla þessa umfjöllun um myndina fyrir nokkrum mánuðum. Ég varð frekar spenntur fyrir þessari mynd þar sem ég hef mikinn áhuga á ofurhetju myndum.

En þvílík vonbrigði. Mér hreinlega leiddist á myndinni. Ég sem hélt að þetta væri svo stór og mikil saga. Mér var gjörsamlega sama um alla karakterana og langaði ekkert að vita neitt um þá.
Svona leit þetta út fyrir mér:

Tónlist - Guð minn góður hvað tónlistin var vanhugsuð. Ég er ekki að tala um að lögin séu léleg, en þau bara passa ALLS EKKI við myndina.

Leikarar - Þeir sem leika Nigt Owl II og Ozymandias eru alveg skelfilegir. Algjörir sápuóperu leikarar. Mig langaði að slá þá utanundir og öskra á þá að sýna tilfinningar.

Tæknibrellur - fínar, þeir fá stjörnunar fyrir þær.

Leikstjóri - Falleinkun, hann tekur mjög fínt efni og gjörsamlega eyðileggur það. Ég á í raun ekki til orð um það hvað hann klúðrar þessu mikið.

*** þrjár stjörnur og þá er ég að vera næs.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

22.08.2020

Ofurstikla fyrir leikstjóraútgáfu Justice League

Glænýtt sýnishorn fyrir svonefndu Snyder-útgáfu ofurhetjumyndarinnar Justice League hefur verið afhjúpað, DC-aðdáendum til mikillar ánægju. Leikstjórinn Zack Snyder frumsýndi þessa súperstiklu á hátíðinni DC Fandom...

18.04.2020

Týnda Justice League myndin: Er lengri útgáfa leikstjórans loksins á leiðinni?

Óhætt er að segja að ofurhetjumyndin Justice League hafi ekki lent með miklum látum þegar myndin leit dagsins ljós um veturinn árið 2017. Aðsókn myndarinnar stóð langt undir væntingum framleiðenda, áhorfendur og gagn...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn