Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Watchmen: Director's Cut 2009

186 MÍNEnska

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Þetta er málið!
Ég er búin að bíða eftir þessu og var worth it. Maður vissi auðvitað að það vantaði eitthvað og hér er það komið, Watchmen : Director's Cut. Ef þú vilt sjá Watchmen, þá horfiru á þessa! Myndin er leikstýrð af Zack Snyder (Dawn of the Dead, 300) og skrifuð af David Hayter & Alex Tse, það sést að þessir þrír menn hafa mjög gaman af bókinni og eru mjög listrænir.

Söguþráðurinn og bókin eru alveg eins, en handritið og bókin eru það ekki. Þeir bæta við atriði, sjónarhorn og meira ofbeldi. Ég sá að það var ekkert af því, ég skemmti mér meira. Það er miklu meira ýmindunarflug í þessari heldur en í bókinni, þótt að bókin sem algjör steypa (á góðan hátt).
Teiknimyndasögu-meistarinn Alan Moore (V for Vendetta, From Hell, The League of Extraordinary Gentlemen) vissi sjálfur að það var ekkert hægt að gera Watchmen af kvikmynd (unfilmable) því sagan sjálf er of stór. Ég er sjálfur fan af bókinni og er asskoti sáttur við myndina.

Leikaravalið er mjög gott skal segja, þau eru að velja leikara sem sumir hafa ekki leikið í svona myndum áður í kvikmynda heiminum, eða það held ég.

Malin A. lék Laurie Jupiter og var bara í grínmyndum. Jackie Earle H. var oftast aukaleikari í myndum. Patrick Wilson, dramamyndum. Jeffrey Dean Morgan var í supernatural. Allir þessir leikarar gengu rosalega vel og ég var frekar ánægður með þá. Þau vissu akkúrat hvernig persónurnar virkuðu og gerðu það bara vel.

Útlit myndarinar og tölvubrellur eru svakalegar. Það eru engin hasar-sprengju-búmmbúmm atriði, heldur flott ofbeldis atriði sem svakalegum tölvubrellum. Útlitið á myndinni er frekar bjart á meðavið hvað sagan er dimm og drungaleg.

Director's Cut-ið er algjör snilld og ef þú vilt horfa á Watchmen, kíktu á þessa. Og já, ef þið ætlið að horfa á Watchmen, ekki búast við The Dark Knigt eða Iron Man. Myndin er öðruvísi ofurhetju mynd og bara öðruvísi mynd yfir höfuð. Ekkert svona X-Men, svona ofurkraftar, heldur djúp hetjusaga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skyndilega orðin ein af mínum uppáhalds myndum
(Ath. í þessari umfjöllun eru spoilerar, þannig að ef þú hefur ekki séð myndina eða lesið bókina þá væri best að tékka á öðru hvoru fyrst og koma svo aftur)

Það er ótrúlegt hvernig viðbætt lengd (hvort sem það er hálftími eða klukkutími) getur gert miklu meira fyrir bíómyndir en maður héldi að væri mögulegt, eins og sást t.d. á Aliens, Almost Famous, Daredevil, Kingdom of Heaven og núna Watchmen. Ekki bara er myndin talsvert betri í þessu tilfelli, heldur er flæðið og almennt upplifunin allt önnur. Sagan er miklu breiðari, heilsteyptari og dýpri. Þessi Director's Cut-útgáfa veitir manni allt það sem maður vill sjá af slíkri, með að láta manni finnast eins og maður sé að horfa á eitthvað nýtt, en ekki sömu myndina aftur, bara teygðari. Watchmen græðir nefnilega alveg heilmikið á aukinni lengd.

Ég skal samt alveg viðurkenna að ég dýrkaði þessa mynd nú þegar. Bíóútgáfan af Watchmen fannst mér frábær. Hvergi gallalaus, en almennt fannst mér hún koma virkilega vel út, og ég segi þetta sem strangtrúaður fylgjandi myndasögunnar. Ég hef þó enn ekki komist yfir ýmsar senur með Malin Akerman þar sem hún er afskaplega stirð, stelpukrúttið. Svo þótti mér alltof lítill skjátími vera gefinn í persónurnar Adrian Veidt (Ozymandias) og Sally Jupiter (Silk Spectre I), en þá sérstaklega þá fyrrnefndu. Veidt er fáránlega, fáránlega mikilvægur karakter fyrir þessa sögu og hvernig hann poppar bara upp á hálftíma fresti er engan veginn nóg. Áður en ég horfði á þessa Director's Cut-útgáfu gerði mér grein fyrir því að hún gæti engan veginn lagfært frammistöður sem þegar voru ekkert sérstakar, en eyður gat hún fyllt upp í. Og það gerði hún svo sannarlega.

Þessi útgáfa af Watchmen er miklu hægari en hin. Þótt mér finnist ekkert að því að láta myndina fara hratt yfir efnið þá hentar það sögunni mun betur að taka sinn tíma með senur eins og þessi gerir. Það setur allt annan svip á heildina. Hún er ekki eins straightforward heldur virkar hún meira... hvernig skal best orða það... epísk! Hún leyfir hverri einustu senu að anda almennilega og gefast þá fjölmörg tækifæri fyrir leikstjórann að sýna fleiri duldar vísbendingar og tilvísanir sem finnast í umhverfinu. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur Watchmen-unnendur að sjá meira af Bernie-unum tveimur, tilvísunum í Black Freighter-myndasöguna, Hollis Mason ásamt því að sjá blaðadrenginn Seymour kynntan til leiks talsvert fyrir lokasenu myndarinnar. Þetta er ekkert gríðarlega mikilvægt fyrir söguþráðinn, en þetta bætir miklu meira ofan á áhorfið og gerir það skemmtilegra að horfa á hana aftur og aftur.

Samt mest áberandi munurinn á útgáfunum að mínu mati voru ekki endilega nýju atriðin, heldur þessar litlu breytingar sem voru gerðar á önnur atriði og einhvern veginn gáfu þeim meiri vídd. Til dæmis ef þið skoðið flashback-senurnar úr jarðaförinni þá sjáið þið að kannski hálf-til-heil mínúta hefur bæst við sem útskýrir betur hvað er að ske heldur en að henda manni beint út í atriðið. Mjög lúmskt, en maður finnur fyrir miklum mun, og slíkar smávægilegar breytingar eru dreifðar um út alla myndina. Skiptingar á milli sena eru líka mun flottari. Ég fílaði t.d. það að við fengum ekki að sjá strax hvert Dr. Manhattan fór eftir uppþotið í sjónvarpsþættinum. Bíóútgáfan sýndi hann beint á Mars eftirá, en hér fáum við smá pásu inn á milli. Allt annað.

Það eru samt ekki allar breytingar góðar í þessari útgáfu. Meðal annars fannst mér óþarfi að lengja Nixon-senurnar. Mér fannst fínt að sjá lítið sem ekkert af honum einfaldlega vegna þess að maðurinn sem leikur hann missir sig aðeins of mikið í ofleik. Þetta lítur kannski út eins og Nixon, en tilþrifin minna á þvingaða SNL-eftirhermu. Mér fannst það líka svolítið klaufalega gert að gefa það í skyn upp úr miðri mynd að Eddie Blake væri faðir Laurie. Mér finnst að sú "flétta" ætti eingöngu að vera nálægt lokum. Bara einhvern veginn passar betur.

En þótt báðar útgáfurnar séu vel gallaðar sumstaðar þá kemur það ekki í veg fyrir að ég njóti myndarinnar til botns í hvert skipti sem ég sé hana. Ég elska ennþá útlitið á myndinni, finnst tæknibrellurnar djöfulli flottar og dái tónlistina. Í hvert sinn sem ég sé 10 mínútna forsöguna hjá Dr. Manhattan, sem er fullkomlega sett saman við Philip Glass-tónlistina úr Koyaanisqatsi, fæ ég feita gæsahúð. Mér finnst líka æðislegt hvernig Zack Snyder vísar til annarra mynda afturábak og áfram. Þið hafið kannski tekið eftir áberandi tilvísun hans í Apocalypse Now, en svo eru litlir hlutir, eins og þegar maður fylgist með Nixon í Stríðsherberginu fræga úr Dr. Strangelove. Síðan bætist við glæsilegur óður til Raging Bull í senunni þar sem Hollis Mason kemst tímabundið aftur í gamla gírinn, rétt áður en hann er drepinn.

Watchmen-myndin mun aldrei ná hæðum myndasögunnar, en annað en margir halda þá þarf hún þess ekkert. Sem aðdáandi finnst mér auðvitað bögg að geta ekki fengið að sjá hvert einasta smáatriði á skjánum, en ef ég á að segja eins og er, þá er lokaniðurstaðan hérna ekki fjandi langt frá því. Mér finnst heldur ekkert að því að endinum hafi aðeins verið breytt, því þetta er sami endir hvort eð er. Eini munurinn er hvaða "plot device" er notað (og ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér að kolkrabbinn hefði virkað eins vel hérna).

Ég get alltaf lesið þessa myndasögu vegna þess að hún er svo dásamlega innihaldsrík og öflug að það væri móðgun að geyma hana ekki hjá koddanum reglulega. Kvikmyndin, sama hvora útgáfuna þú horfir á, virðir söguna afskaplega vel og ég stend enn við orð mín með að segja að það hefði aldrei getað gerst mikið betur en þetta. Og þó svo að Snyder njóti þess alltaf að fróa sér yfir slow motion-skotum þá er það ekkert sem maður ætti að pirra sig yfir.

Watchmen: Director's Cut er klárlega útgáfan sem ég vona að fólk haldi sig við í framtíðinni. Hún er reyndar afskaplega löng en í kjölfarið fær maður meira út úr henni. Ég get ekki fengið sjálfan mig til að skella sparieinkunn minni á myndina (þótt mig hálfpartinn langi til þess - en sjá fyrrnefndu galla). Frekar neyðist ég til þess að nota níuna mína, sem er reyndar sama einkunn og bíóútgáfan fékk frá mér. Ég get samt ekki hamrað á því nógu oft á því að þessi útgáfa er svo miklu ríkari, að öllu leyti! En kannski munu einungis aðdáendur myndasögunnar meta hana betur, hver veit? Samt, án þess að vera að drulla eitthvað yfir bíóútgáfuna þá einhvern veginn efa ég að ég horfi á hana aftur í bráð. Engin ástæða heldur. Burtséð frá aðeins meiri Nixon-skjátíma og örfáum tilgangslausum viðbótum þá er þetta myndin eins og hún á að vera.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.12.2009

Tían: Bestu myndir áratugarins

Menn virðast aldrei ætla að hætta að deila um hvort áratugurinn hættir núna um mánaðarmótin eða eftir cirka ár. Ég held að við höfum allir fengið okkur fullsadda á þessari rökræðu um aldamótin '99-00 (eða 2000-'01...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn