Frumsýning: Jagten ( The Hunt )

Græna ljósið frumsýnir myndina Jagten, eða The Hunt eins og hún heitir á ensku, á föstudaginn næsta, þann 22. febrúar.

Myndin verður sýnd í Háskólabíói og Bíó Paradís.

„Getur lygi orðið að sannleika? Kvikmyndin Jagten sýnir á áhrifaríkan máta hversu hratt slúður, efi og illgirni geta gert lygar sannar,“ segir í tilkynningu frá Græna ljósinu.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan:

Sagt er frá leikskólakennaranum Lucasi sem er ranglega sakaður um að misnota barn í leikskólanum. Í kjölfarið verður hann skotmark múgsefjunar og honum útskúfað úr samfélaginu.

„Kvikmyndin, sem er í leikstjórn Thomasar Vinterberg, spilar með tilfinningar áhorfenda þannig að spennan smýgur inn í merg og bein. Það er ekki síst fyrir tilstilli Mads Mikkelsen, sem er framúrskarandi í aðalhlutverki myndarinnar og var valinn besti leikarinn fyrir hlutverkið á Cannes kvikmyndahátíðinni 2012.“

 

 

Leikstjórn: Thomas Vinterberg
Handrit: Thomas Vinterberg og Tobias Lindholm
Aðalhl.: Mads Mikkelsen
Frumsýnd: 22. febrúar
Sýnd í: Háskólabíói og Bíó Paradís