Frumsýning – Safety Not Garanteed

Bíó Paradís, í samvinnu við Græna ljósið, sýnir frá og með morgundeginum, 22. nóvember, gamanmyndina Safety Not Guaranteed frá framleiðendum Little Miss Sunshine. Í frétt frá Bíó Paradís segir að myndin fjalli um skemmtilegan sérvitring sem hyggur á tímaflakk og hún hafi hlotið einróma lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda. „Fílgúdd mynd ársins!“

Sjáið stikluna hér að neðan:

Söguþráðurinn er þessi: Tveir kaldhæðnir blaðamenn leita sögunnar bakvið óvenjulega smáauglýsingu. Þeir kynnast sérvitringnum Kenneth, sem er vingjarnlegur afgreiðslumaður en dálítið tortrygginn. Kenneth trúir því að hann hafi fundið lykilinn að tímaflakki og hyggst leggja í slíka reisu fljótlega. Þremenningarnir leggja upp í bráðfyndna og ljónfjöruga ferð sem verður þeim öllum mikil upplifun og afhjúpar hversu langt trúin getur fleytt manni.