Styttist í Oblivion

Það styttist óðum í kvikmyndina Oblivion sem var að hluta til tekin upp á Íslandi og höfum við sankað að okkur myndum og aukaefni úr kvikmyndinni til að svala þorsta ykkar.

Þeir sem hafa fylgst með og horft á stiklur úr myndinni hafa tekið eftir stjórnstöðinni sem er staðsett í skýjaturni. Leikstjórinn Joseph Kosinski langaði að hafa skýjaturninn eins raunverulegan og hægt væri, þar sem kvikmyndin gerist að mestum hluta þar. Skýjaturninn á að vera staðsettur þúsund fetum yfir yfirborði jarðar. Það sem tækniliðið gerði var að fara með nokkrar myndavélar á topp eldfjalls í Maui og mynduðu himinninn dag og nótt. Það myndefni var svo varpað á skjái í kringum settið og gerði það að verkum að settið var nánast lýst og tilbúið fyrir myndatökur.

Einnig hafa nýjar myndir úr Oblivion lekið á netið og má sjá þér hér að neðan.

Oblivion verður frumsýnd hér á landi þann 12. apríl næstkomandi.