Nýtt plakat fyrir „Íslandsmynd“ Tom Cruise

Nýtt plakat er komið fyrir „Íslandsmynd“ Tom Cruise, vísindaskáldsöguna Oblivion, en eins og mönnum er eflaust enn í fersku minni þá var hluti myndarinnar tekinn upp hér á Íslandi sl. sumar.

Leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski

Sjáið plakatið hér að neðan:

 

Það má geta sér þess til að landslagið fremst á plakatinu, svartir sandar og klettar, sé ættað frá Íslandi, sem og fossinn hugsanlega, þó að borgin sé klárlega New York.

Myndin gerist í framtíðinni þegar jörðin er orðin óbyggileg. Það sem eftir lifir af mannkyni býr í einskonar skýjaborgum svífandi yfir jörðu. Myndin er gerð eftir skáldsögunni Oblivion og fjallar um hermann sem er sendur til yfirborðs jarðar til að leita uppi og tortíma framandi og óvinveittum lífverum. Njósnafar hans skemmist og hermaðurinn situr einn fastur á jörðinni. Tom Cruise leikur hermanninn sem lendir óvænt í því að rekast á fallega konu á jörðinni og þarf hermaðurinn að meta hvort konan sé raunveruleg manneskja eða dulbúin óvinveitt geimvera, sem honum ber að drepa.

Von er á stiklu fyrir myndina næsta sunnudag.

Ásamt Cruise leika í myndinni þau Morgan Freeman, Olga Kurylenko, Andrea Riseborough, Nikolaj Coster-Waldau og Melissa Leo.

Myndin verður frumsýnd 19. apríl í Bandaríkjunum.

Nýtt plakat fyrir "Íslandsmynd" Tom Cruise

Nýtt plakat er komið fyrir „Íslandsmynd“ Tom Cruise, vísindaskáldsöguna Oblivion, en eins og mönnum er eflaust enn í fersku minni þá var hluti myndarinnar tekinn upp hér á Íslandi sl. sumar.

Leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski

Sjáið plakatið hér að neðan:

 

Það má geta sér þess til að landslagið fremst á plakatinu, svartir sandar og klettar, sé ættað frá Íslandi, sem og fossinn hugsanlega, þó að borgin sé klárlega New York.

Myndin gerist í framtíðinni þegar jörðin er orðin óbyggileg. Það sem eftir lifir af mannkyni býr í einskonar skýjaborgum svífandi yfir jörðu. Myndin er gerð eftir skáldsögunni Oblivion og fjallar um hermann sem er sendur til yfirborðs jarðar til að leita uppi og tortíma framandi og óvinveittum lífverum. Njósnafar hans skemmist og hermaðurinn situr einn fastur á jörðinni. Tom Cruise leikur hermanninn sem lendir óvænt í því að rekast á fallega konu á jörðinni og þarf hermaðurinn að meta hvort konan sé raunveruleg manneskja eða dulbúin óvinveitt geimvera, sem honum ber að drepa.

Von er á stiklu fyrir myndina næsta sunnudag.

Ásamt Cruise leika í myndinni þau Morgan Freeman, Olga Kurylenko, Andrea Riseborough, Nikolaj Coster-Waldau og Melissa Leo.

Myndin verður frumsýnd 19. apríl í Bandaríkjunum.