Oblivion heldur 1. sætinu

Tom Cruise lætur engan bilbug á sér finna og rígheldur í toppsætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum í mynd sinni Oblivion, sína aðra viku á lista. Myndin fór einnig á toppinn í Bandaríkjunum um helgina en hún var frumsýnd þar í landi á föstudaginn.

Í öðru sæti á listanum er ný mynd, spennumyndin Olympus has Fallen með Gerhard Butler í hlutverki fyrrum öryggisvarðar sem er fastur inni í Hvíta húsinu þegar hryðjuverkamenn gera á það árás.

Í þriðja sæti er teiknimyndin Croods sem fer niður um eitt sæti á milli vikna. Ný mynd er síðan í fjórða sæti listans, en það er gamanmyndin Scary Movie 5.

Í fimmta sæti, og niður um tvö sæti, er töframannagrínmyndin The Incredible Burt Wonderstone, með Jim Carrey, Steve Carell og fleiri góðum í helstu hlutverkum.

Ein ný  mynd til viðbótar er á listanum, en það er íslenska myndin Falskur fugl sem fer beint í sjöunda sæti listans.

Sjáðu lista 18 vinsælustu mynda í bíó á Íslandi í dag hér fyrir neðan: