Söngur, drykkja og drama – A Star is Born í hlaðvarpinu

Þóroddur Bjarnason og Freyr Bjarnason ræddu í nýjum hlaðvarpsþætti um kvikmyndina A Star is Born, eftir Bradley Cooper.

Myndin virðist vera að spyrjast feykilega vel út og uppselt var á sýningar um síðustu helgi.  Auk þess situr myndin nú á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir fjórar vikur í sýningum hér á landi.

A Star is Born fjallar í stuttu máli um heimsfrægan tónlistarmann, sem Cooper leikur, og óþekkta söngkonu, sem Lady Gaga leikur, sem hittast fyrir tilviljun á pöbb. Í hlaðvarpinu er komið inn á tónlistina, eldri útgáfur myndarinnar, skemmtilegar aukapersónur, dramað og drykkjuna! Auk þess gefum við stjörnur í lokin…

Smelltu hérna til að hlusta, en lík aer hægt að hlusta á þáttinn í öllum helstu podcast-veitum og á iTunes.

Það er einnig vel þegið að deila og segja öðrum frá, ef þér líkar við efnið.