Nýr hlaðvarpsþáttur – Ekkjur ræna í skugga pólítískra átaka

Kvikmyndin Widows kemur í bíó í dag, en kvikmyndir.is fékk tækifæri til að sjá myndina á undan öðrum á sérstakri forsýningu á þriðjudaginn. Í nýjum hlaðvarpsþætti fara Þóroddur Bjarnason og Sveinn Hannesson í saumana á myndinni og ræða meðal annars hvernig myndin er ólík öðrum “ránmyndum” eða Heist movies. Samfélagsmál eru krufin til mergjar í myndinni, leikmyndin er flott, karlpersónurnar eru nær allar drullusokkar, plottið er þykkt og aukapersónur fjölmargar og áhugaverðar. Umfjöllunin er full af “spoilers” eða spilliefnum, og því verður fólk sem ekki hefur séð myndina að hlusta á hlaðvarpið á eigin ábyrgð!

Að vanda er hægt að hlusta á þennan þátt og aðra inni á hlaðvarpssíðu kvikmyndir.is en einnig á helstu hlaðvarpsmiðlum öðrum, öppum, i-tunes osfrv.

Smelltu hér til að hlusta!