Nýr hlaðvarpsþáttur – Ekkjur ræna í skugga pólítískra átaka

Kvikmyndin Widows kemur í bíó í dag, en kvikmyndir.is fékk tækifæri til að sjá myndina á undan öðrum á sérstakri forsýningu á þriðjudaginn. Í nýjum hlaðvarpsþætti fara Þóroddur Bjarnason og Sveinn Hannesson í saumana á myndinni og ræða meðal annars hvernig myndin er ólík öðrum “ránmyndum” eða Heist movies. Samfélagsmál eru krufin til mergjar í […]

Ekkjurnar í glæpina

Glæpir, sprengingar, dauði, hefnd. Allt þetta er fyrir hendi í fyrstu stiklu í fullri lengd úr nýjustu kvikmynd 12 Years a Slave Óskarsverðlaunaleikstjórans Steve McQueen, Widows, en þar er á ferðinni drungalegur sprennutryllir með einvalaliði leikara í öllum helstu hlutverkum. Gone Girl handritshöfundurinn Gillian Flynn skrifar handritið. Með helstu hlutverk fara Viola Davis, Liam Neeson, Colin […]

Ekkjurnar ræna þegar mennirnir deyja

Leikarahópur Shame og 12 Years a Slave leikstjórans Steve McQueen fyrir myndina Widows, er farinn að líta ansi vel út, en nýjasta viðbótin í hópinn er Guðföðurs leikarinn Robert Duvall. Myndin er kvikmyndaútfærsla á samnefndri sjónvarpsstuttseríu eftir BAFTA sigurvegarann Lynda La Plante ( Prime Suspect ). Widows fjallar um eiginkonur fjögurra vopnaðra ræningja, sem ákveða að […]

Fyrsta stikla úr 12 Years a Slave

Tilfinningaþrungin og dramatísk fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd kvikmyndaleikstjórans Steve McQueen, Twelve Years a Slave, sem byggð er á sannsögulegum atburðum.   McQueen er þekktur fyrir myndirnar Hunger, um IRA manninn Bobby Sands sem dó í fangelsi eftir hungurverkfall árið 1981, og Shame, sem fjallar um mann sem haldinn er kynlífsfíkn. Á […]

Man of Steel tónskáld semur fyrir Shame leikstjóra

Það er nóg að gera hjá kvikmyndatónskáldinu þekkta Hans Zimmer – meira en nóg svo ekki sé meira sagt.  Zimmer, sem er margverðlaunað tónskáld og hefur meðal annars hlotið ein Óskarsverðlaun, semur tónlistina fyrir sumarmyndirnar Man of Steel og The Lone Ranger og haustmyndirnar Rush og Winter´s Tale. Nú hefur enn eitt verkefnið bæst á […]

Sextíu milljóna galdrakjóll

Blái og hvíti kjóllinn sem Judy Garland klæddist í  hinni sígildu mynd The Wizard of Oz, eða Galdrakarlinn í Oz, seldist á um sextíu milljónir króna á uppboði í Beverly Hills. Það var búningahönnuður framleiðandans MGM sem hannaði kjólinn, samkvæmt The Guardian. Ekki hefur verið opinberað hver var tilbúinn að reiða fram þessa himinháu upphæð. […]

Ný stikla: Shame

Stjarna Michael Fassbender hefur risið hratt undanfarin ár, en hann virðist ekki vera hræddur við að taka sénsa. Nú var að koma stikla á netið fyrir myndina Shame, en þar vinnur hann aftur með leikstjóranum/listamanninum Steve McQueen, en Fassbender lék einnig í fyrstu mynd hans, Hunger. Sú mynd fjallaði um Boby Sands, leiðtoga írska hungurverkfallsins […]