Fyrsta stikla úr 12 Years a Slave

Tilfinningaþrungin og dramatísk fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd kvikmyndaleikstjórans Steve McQueen, Twelve Years a Slave, sem byggð er á sannsögulegum atburðum.

Chiwetel Ejiofor

 

McQueen er þekktur fyrir myndirnar Hunger, um IRA manninn Bobby Sands sem dó í fangelsi eftir hungurverkfall árið 1981, og Shame, sem fjallar um mann sem haldinn er kynlífsfíkn.

Á meðal aðalleikenda í myndinni eru Chiwetel Ejiofor, sem leikur titilhlutverkið, og Michael Fassbender, en hann lék einnig aðalhlutverk í bæði Hunger og Shame.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Fjöldi annarra gæðaleikara leikur í myndinni, þar á meðal  Brad Pitt, Benedict Cumberbatch, Paul Dano, Paul Giamatti, Alfre Woodard, Scoot McNairy, Dwight Henry, Michael Kenneth Williams og Garret Dillahunt.

Tónlistina í myndinni semur enginn annar en Hans Zimmer sem síðast gerði tónlistina fyrir Man of Steel. 

Myndin er byggð á æviminningum Soloman Northup, sem fæddist sem frjáls maður en var hnepptur í þrældóm ólöglega, og haldið í 12 ár.

12-years-a-slave-poster

 

12 Years a Slave verður frumsýnd 18. október nk.