Sextíu milljóna galdrakjóll

Blái og hvíti kjóllinn sem Judy Garland klæddist í  hinni sígildu mynd The Wizard of Oz, eða Galdrakarlinn í Oz, seldist á um sextíu milljónir króna á uppboði í Beverly Hills.

Það var búningahönnuður framleiðandans MGM sem hannaði kjólinn, samkvæmt The Guardian. Ekki hefur verið opinberað hver var tilbúinn að reiða fram þessa himinháu upphæð.

Á sama uppboði seldist grænn blómakjóll sem Julie Andrews klæddist í The Sound Of Music á um fimm milljónir króna. Einnig seldist þar kappakstursjakki sem leikarinn Steve McQueen átti á um sex og hálfa milljón.