Gyllenhaal þrjóturinn Mysterio í Spider-Man

Jake Gyllenhaal, sem eitt sinn var orðaður við hlutverk Spider-Man sem arftaki Tobey Maguire í Spider-Man 2 sem leikstýrt var af Sam Raimi, heldur nú innreið sína í Spider-Man heiminn, en ekki sem Spider-Man heldur sem andstæðingur hans, Mysterio.

Brokeback Mountain leikarinn mun verða hluti af Marvel Cinematic Universe heimi Sony framleiðslufyrirtækisins, og leika á móti Tom Holland, í framhaldi Spider-Man: Homecoming frá árinu 2016.

Gyllenhaal staðfesti fréttirnar sjálfur í færslu á Instagram síðu sinni fyrr í dag.

Í myndbandinu sést Gyllenhaal vera að lesa gamalt The Amazing Spider-Man teiknimyndasögublað, en á forsíðunni stendur: „The Return of the Man Called MYSTERIO!“

Þetta verður fyrsta alvöru hlutverk Gyllenhaal í ofurhetjukvikmynd, en hann hefur leikið í stórmyndum eins og The Day After Tomorrow og ævintýrum eins og Prince of Persia: The Sands of Time, þar sem hann lék meðal annars með Gísla okkar Erni Garðarssyni, sælla minninga.

Enn er ósköp lítið vitað um framhald Homecoming, en það er líklega útaf óvissuendi Avengers: Infinity War

Eins og segir á vefsíðunni Mashable þá er Mysterio frekar óalgeng persóna í Spider-Man, og þátttaka hans nú er sögð vekja uppp ýmsar vangaveltur.

Þekktasta útgáfan af þessu illmenni er sú upprunalega, en það er tæknibrellumeistarinn og staðgengillinn Quentin Beck sem átti stóra Hollywood drauma sem aldrei rættust, þannig að hann ákvað að beina athygli sinni, og hæfileikum í brellum, í að því að valda öðrum miska.

Beck býr ekki yfir neinum ofurmannlegum kröftum, en treystir þess í stað á sérfræðikunnáttu sína í tæknibrellum.

Hann treystir því meira á andlegt atgervi en ofurkrafta.

Búningur hans samanstendur m.a. af hjálmi sem er eins og kringlótt glerkúla, en þangað inn getur streymt gas sem hylur andlitið.  Þegar það gerist treystir hann á einskonar radar til að sjá út úr hjálminum.

 

View this post on Instagram

 

I just realized I’m not playing Spider-Man.

A post shared by Jake Gyllenhaal (@jakegyllenhaal) on