Könguló á hvolfi – Fyrsta plakat úr Spider-Man: Homecoming!

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýju Spider-Man myndina, Spider-Man: Homecoming, en á plakatinu sjáum við Köngulóarmanninn í kunnuglegri stellingu, hangandi í vefnum sínum á hvolfi.

 

Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Tom Holland, sem leikur Spider-Man sjálfan, Michael Keaton, Zendaya, Donald Glover, Jacob Batalon, Laura Harrier, Tony Revolori, Tyne Daly, Bokeem Woodbine, Marisa Tomei og Robert Downey Jr.

Peter Parker / Spider-Man kom eftirminnilega við sögu sem ungur maður í Captain America: Civil War, en í Spider-Man: Homecoming mun hann halda áfram að kynnast sjálfum sér og nýfengnum ofurkröftum sínum.

Leikstjóri er Jon Watts og handrit skrifa Jonathan Goldstein, John Francis Daley, Christopher Ford, Chris McKenna og Erik Sommers.

Myndin er væntanleg í bíó 7. júlí á næsta ári.