Iron Man bílstjóri í Spider-Man: Homecoming

Leikarinn og leikstjórinn Jon Favreau snýr aftur í Marvel – heima í væntanlegri Spider-Man mynd, Spider-Man: Homecoming, í hlutverki Happy Hogan, samkvæmt frétt TheWrap.

jon favreau happy

Fréttirnar ættu ekki að koma neinum mikið á óvart, enda er vitað að Tony Stark ( Iron Man ), sem leikinn er af Robert Downey Jr., kemur við sögu í myndinni.

Happy Hogan er bílstjóri Tony Stark, og hefur komið við sögu í Iron Man myndunum.

Af Favreau er annars það annað að frétta að Disney vill fá hann til að gera framhald myndar sinnar The Jungle Book, sem gekk vel í miðasölunni, en hún var frumsýnd í apríl sl. Myndin hefur þénað meira en 900 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim.

Næst fáum við að sjá Favreau leika á móti Vince Vaughn í Term Life.

Aðrir helstu leikarar í Spider-Man: Homecoming eru Michael Keaton, Donald Glover, Jacob Batalon, Laura Harrier, Tony Revolori, Tyne Daly, Bokeem Woodbine og Marisa Tomei.

Myndin verður frumsýnd 7. júlí 2017.