Gyllenhaal þrjóturinn Mysterio í Spider-Man

Jake Gyllenhaal, sem eitt sinn var orðaður við hlutverk Spider-Man sem arftaki Tobey Maguire í Spider-Man 2 sem leikstýrt var af Sam Raimi, heldur nú innreið sína í Spider-Man heiminn, en ekki sem Spider-Man heldur sem andstæðingur hans, Mysterio. Brokeback Mountain leikarinn mun verða hluti af Marvel Cinematic Universe heimi Sony framleiðslufyrirtækisins, og leika á […]

Enn eitt upphaf Köngulóarmannsins vel heppnað

Í stuttu máli er þriðja upphaf Köngulóarmannsins á fimmtán árum gríðarlega vel heppnuð skemmtun og gefur lofandi fyrirheit um frekari ævintýri. Nýtt upphaf Köngulóarmannsins fékk smá þjófstart í „Captain America: Civil War“ á síðasta ári og í „Spider-Man: Homecoming“ er endurræsingin fullkláruð og hann orðinn hluti af Avengers heiminum sem fer sífellt stækkandi. Blessunarlega er […]

Nýtt í bíó – Spider-Man: Homecoming

Marvel ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America: Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu í Spider-Man: Homecoming. Peter er spenntur fyrir framtíðinni eftir reynslu sína […]

Spider-Man fær góð ráð frá Iron Man í fyrstu stiklu

Fyrsta stiklan úr nýju Spider-Man myndinni,  Spider-Man: Homecoming, kom út í morgun, en í henni fær hinn ungi Köngulóarmaður, sem Tom Holland leikur, góð ráð frá kollega sínum úr Marvel ofurhetjuheimum, Tony Stark, öðru nafni Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur. “Þú mátt halda búningnum,” segir milljarðamæringurinn og tæknimógúllinn Tony Stark við Spider-Man, sem […]

Batman verður illmenni í Spider-Man

Óskarstilnefndi Batman leikarinn Michael Keaton snýr aftur í ofurhetjuheima í myndinni Spider-Man: Homecoming, og mun þar fara með hlutverk þorparans Vulture. Forstjóri Marvel Studios, Kevin Feige, staðfesti þetta í samtali við dagblaðið kanadíska, Toronto Sun. „Við vorum með óskalista, og hann er að rætast að mestu leiti“, sagði Feige. „Cate Blanchett leikur Hela í Thor: […]

Iron Man bílstjóri í Spider-Man: Homecoming

Leikarinn og leikstjórinn Jon Favreau snýr aftur í Marvel – heima í væntanlegri Spider-Man mynd, Spider-Man: Homecoming, í hlutverki Happy Hogan, samkvæmt frétt TheWrap. Fréttirnar ættu ekki að koma neinum mikið á óvart, enda er vitað að Tony Stark ( Iron Man ), sem leikinn er af Robert Downey Jr., kemur við sögu í myndinni. […]

Könguló á hvolfi – Fyrsta plakat úr Spider-Man: Homecoming!

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýju Spider-Man myndina, Spider-Man: Homecoming, en á plakatinu sjáum við Köngulóarmanninn í kunnuglegri stellingu, hangandi í vefnum sínum á hvolfi.   First official #SpiderManHomecoming Poster in Better Quality. pic.twitter.com/kvv5zzfY2Q — Tom Holland Media (@tomhollabr) August 17, 2016 Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Tom Holland, sem leikur Spider-Man sjálfan, […]

Spider-Man og Tony Stark áfram saman

Varúð: í fréttinni eru upplýsingar úr Captain America: Civil War. Ekki lesa lengra ef þú vilt ekki vita neitt fyrirfram. Einn af hápunktum ofurhetjumyndarinnar Captain America: Civil War er þegar nýr Köngulóarmaður er kynntur til sögunnar,  í túlkun hins unga Tom Holland. Ný mynd um köngulóarmanninn er væntanleg á næsta ári með Holland í titilhlutverkinu, […]

Keaton næsta Spider-Man illmenni?

Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að Spotlight leikarinn Michael Keaton eigi í viðræðum um að leika illmennið í næstu Spider-Man mynd, Spider-Man: Homecoming, þar sem Tom Holland fer með hlutverk Köngulóarmannsins. Keaton er ekki ókunnugur myndasöguheiminum, þó að hann hafi ekki leikið í Marvel mynd áður. Hann lék DC Comics teiknimyndahetjuna Batman í mynd Tim Burton […]