Nýtt í bíó – Spider-Man: Homecoming

Marvel ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.


Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) birtist okkur fyrst í Captain America: Civil War. Nú þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu í Spider-Man: Homecoming.

Peter er spenntur fyrir framtíðinni eftir reynslu sína af Avengers og fer aftur heim þar sem hann býr með May frænku sinni en Tony Stark (Iron Man) fylgist grannt með þessum nýja lærisveini sínum. Peter reynir að koma sér aftur í gömlu góðu rútínuna en á erfitt með að halda sér við efnið þar sem hann þráir að sanna sig og verða meira en bara „vinalegi“ köngulóarmaðurinn. Þegar nýr skúrkur (the Vulture) kemur til sögunnar steðjar mikil ógn að öllu því sem Peter er kært.

Leikstjórn: Jon Watts
Leikarar: Tom Holland,Robert Downey Jr og Marisa Tomei

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Sagan í myndinni er frumsamin, þ.e. hún er ekki byggð á áður útgefinni sögu um Spider-Man. Um leið er þetta í fyrsta sinn sem aðrar hetjur úr Marvel-ofurhetjuheiminum sjást í Spider-Man-mynd.

-Búningur köngulóarmannsins hefur verið uppfærður í myndinni,eða öllu heldur bakfærður því hann er mun nær upprunalegum búningi en hann var í Amazing-myndunum. Sagan hermir samt að
búningurinn sé að einhverju leyti tæknilegri en áður og t.d. notar köngulóarmaðurinn nú í fyrsta sinn vefvængi til að svífa um.

-Stan Lee, skapari köngulóarmannsins, kemur að sjálfsögðu fram í feluhlutverki og mega áhorfendur búast við að sjá ýmsum öðrum kunnuglegum andlitum og karakterum bregða fyrir í myndinni.

-Homecoming er sögð innihalda mun meiri húmor en fyrri myndir.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: