Aðalleikarar
Leikstjórn
Day after tomorrow er hlaðin frábærum tæknubrellum og flottum atriðum sérstaklega þegar New York er að flæða yfir en fyrir utan það og góða myndatöku þá eru samtölin væmin og asnaleg eins og næstum alltaf í svona myndum og Day after tomorrow er væmin og já ef ég var ekki búinn að nefna það K L I S J A og svo aftur K L I S J A.
Leikararnir voru heldur ekkert að sanna sig og voru flestir slæmir.
Stundum var hún beinlínis Leiðinleg.
War of the worlds sem ég gaf einnig tvær stjörnur fékk þá einkun vegna hversu rosalega mikil klisja hún var og væmin í endann.
En spennan var þvílík og tæknibrellur frábær(ég dæmi ekki myndir af
spennu,hryllingi,húmor og tæknibrellum) og var hún mikið betri en day after tomorrow.
The Day After Tomorrow er mynd í lagi. Dennis Quaid er algjör snillingur í bestu náttúrumynd í heminum. Ég mæli mikið með þessari, takið þessa mynd ef þið sjáið hana í vídeóleigunni. Ég skal lofa því að hún verður góð.
The Day After Tomorrow er fín mynd eftir Roland Emmerich þetta gerist meira og minna í New York en þetta er náttúruhamfaramynd sem er ólíkt öðrum myndum sem hafa komið í gegnum tíðina, tæknibrellur myndarinnar eru rosalegar, til dæmis þegar vatnið skellur á New York maður sér ekki að
þetta sé plat. En söguþráður myndarinnar er mjög góður. En söguþráður myndarinnar er á þann veg að gríðarlegt óveður skellur á um allann heim. Á innan við 6-8 vikna mun nærri því öll bandaríkin fara í kaf undir snjó og þá mun ný ísöld hefjast. Dennis Quaid, Jake Gyllenhaal, Sela Ward, Ian Holm, Emmy Rossum, Jay O. Sanders, Tamlyn Tomita og Austin Nichols gera þessa mynd rosalega góða og spennandi, en það er eitt að pirra mig og það er að úlfanir í skipinu eru dálítið
tölvugerðir eins og sést.
Þetta er dáldið sérstök mynd vegna þess að hálfpartinn er hún ástarsaga ,en það er ekki aðal málið, ég mæli með þessari mynd þess vegna gef ég henni þrjár stjörnur.
Skemmtið ykkur vel!
:-) :-) :-)
The Day After Tomorrow
Virkilega flott og vel gerð mynd í alla staði. Þegar að ég sá Independence Day varð ég agndofa yfir því hversu flott myndin leit út. Bara hvernig Ronald Emmerich lét eyða nánast öllum heiminum, ég hélt að hann gæti ekki toppað það. En ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Maður hefur séð hann gera tvær myndir um heimsendi. Godzilla notaði hann í samnefndri mynd. Virkaði ágætlega á mig, en sumir voru ekki hrifnir af þeirri mynd. Svo notaði hann geimverur í Independence Day sem að var virkilega góð mynd. Í þetta sinn notar hann náttúruna í sinni verstu mynd. Ég veit nú ekki hvort að þetta muni verða svona í framtíðinni en hann er að gefa okkur skilaboð um að þetta getur gerst. Hvernig hann lætur New York borg fara aftur í ísöldina er mjög realistik. Hann notar tæknibrellurnar mjög vel til að sýna á eins raunverulegan hátt og hægt er þegar að hún breytist í einhvers konar snowplace. Það er nú ekki mikið að leiktilþrifum í þessari mynd, enda þarf þess ekki. Hún virkar samt sem áður. Kannski hefði verið hægt að gera betri sögu í þessari mynd. En það breytir engu. Ef þið fíluðuð Godzilla og Independence Day, þá munuð þið fíla þessa einnig. Gef henni stóran plús fyrir tæknibrellur.
The Day after tomorrow er ágætis mynd en eins og margir halda fram þá væri hún án tæknibrellana hvorki fugl né fiskur. Svo er hún dálítið lík Independence day(eftir sama leikstjóra)á vissan hátt. Þessar tvær myndir fjalla ekki um það sama en það er samt margt líkt með þeim. Ég fór að sjá TDAT í bíó og fannst hún slefa upp í tvær stjörnur þrátt fyrir marga galla og svo leigði ég hana og sá hana í annað sinn og hafði álit mitt á henni ekkert breyst en ég dreg það stórlega í efa að hún eigi eftir að eldast neitt mjög vel. Semsagt ómerkileg stórslysamynd sem þó má hafa soldið gaman af og fær tvær stjörnur fyrir fínar tæknibrellur svo og afbragðsgóða frammistöðu hjá Jake Gyllenhaal en hann er einn af mínum uppáhaldsleikurum og stendur alltaf fyrir sínu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Roland Emmerich, Jeffrey Nachmanoff
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. maí 2004
VHS:
11. október 2004