Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Traitor 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. nóvember 2008

Sannleikurinn er flóknari en við fyrstu sýn

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

FBI uppgötvar að Samir Horn (Don Cheadle), bandarískur múslimi og fyrrum sprengjusérfræðingur hjá bandaríska hernum, hefur óeðlilega oft verið í nágrenninu þegar hryðjuverkasprengingar hafa átt sér stað. Leyniþjónustumaðurinn Roy Clayton (Guy Pearce) eltir Horn til Yemen þar sem hann hefur verið handtekinn fyrir að selja sprengiefni til íslamskra hryðjuverkamanna.... Lesa meira

FBI uppgötvar að Samir Horn (Don Cheadle), bandarískur múslimi og fyrrum sprengjusérfræðingur hjá bandaríska hernum, hefur óeðlilega oft verið í nágrenninu þegar hryðjuverkasprengingar hafa átt sér stað. Leyniþjónustumaðurinn Roy Clayton (Guy Pearce) eltir Horn til Yemen þar sem hann hefur verið handtekinn fyrir að selja sprengiefni til íslamskra hryðjuverkamanna. En Horn sleppur og eltingarleikurinn hefst að nýju, þar til Clayton gerir sér grein fyrir að slóðin liggur aftur heim til Bandaríkjanna. Þar bíður næsta skotmark örlaga sinna nema Clayton takist að finna Horn og stöðva hann.... minna

Aðalleikarar

Þung og alvarleg
Strax frá fyrstu mínútu virkar Traitor þunglamaleg og tormelt, en á einhvern undraverðan hátt nær hún að klófesta áhorfendur. Ekki er mikið um hreina spennu eða hasar, heldur fáum við að fylgjast með Samir (Don Cheadle) grafa sér dýpri holu með hverri mínútunni, en Cheadle hefur nú þegar sannað sig sem einn af betri leikurum síðari ára, en hér skarar hann virkilega framúr og í raun er það hans frammistaða sem heldur myndinni uppi.

Þrátt fyrir að vera þung, svifasein og flókin þá er hér um að ræða ágætis mynd, mynd sem er fullpólitísk á tímum og alls ekki gallalaus, en kemur sínu á leiðarenda. Þetta er rétt yfir miðjumoð, 2 og 1/2 stjarna, 6,5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
...Vel skrifað handrit...
Don Cheadle, Guy Pearce og Jeff Daniels eru stórgóðir í þessari vönduðu mynd.Ég ætla ekki að segja að hún sé gallalaus . en hún er mjög raunsæ og fær man til að hugsa...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn