Mátturinn er enn sterkur – 88 milljónir í tekjur!

Segja má að „Mátturinn“ sé enn sterkur með Star Wars: The Force Awakens, en langflestir bíógestir lögðu leið sína á þá mynd í nýliðinni viku. Tekjur af sýningum myndarinnar námu rúmum 10 milljónum króna hér á Íslandi og 88 milljónum alls frá frumsýningu!

kylo ren star wars

Í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna er gamanmyndin Sisters, en hún var líka í öðru sæti í síðustu viku. Í þriðja, sjötta, fimmtánda og sautjánda sæti eru nýjar myndir á lista: Point Break, Joy, A Perfect Day og Youth. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice