Killers of the Flower Moon fór beint á toppinn

Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistann. Hin magnþrungna Killers of the Flower Moon var vinsælasta kvikmyndin um helgina hér á Íslandi en hún bar sigurorð af toppmynd síðustu þriggja vikna, Hvolpasveitinni: Ofurmyndinni, sem fór niður í annað sæti listans.

Munurinn á myndunum var þó ekki mikill, aðeins nokkrir þúsundkallar!

Kuldi komin í 58,5 milljónir

Þriðja vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag er svo Kuldi sem fer upp um tvö sæti á milli vikna. Kuldi er jafnframt tekjuhæsta kvikmyndin samtals en hún hefur rakað saman 58,5 milljónum króna frá því hún var frumsýnd fyrir átta vikum síðan.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: