Thor 2 vinsælli en Thor 1

Marvel ofurhetjumyndin Thor: The Dark World er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina, en útlit er fyrir að tekjur af myndinni muni nema um 82 milljónum Bandaríkjadala yfir alla helgina.

malekith

Þetta er töluvert meira en fyrri myndin þénaði á frumsýningarhelgi sinni, en hún þénaði 65 milljónir dala.

Myndin er einnig vinsælasta myndin á Íslandi. 

Útlit er fyrir að Last Vegas, með þeim Robert de Niro, Morgan Freeman, Kevin Kline og Michael Douglas, verði önnur vinsælasta mynd helgarinnar, og hin sprenghlægilega Bad Grandpa taki þriðja sætið.

Lestu hérna umfjöllun kvikmyndir.is um Bad Grandpa.

Hér fyrir neðan er topp tíu listinn:

1) Thor: The Dark World

2) Last Vegas

3) Jackass Presents: Bad Grandpa

4) Free Birds

5) Ender’s Game

6) Gravity

7) 12 Years A Slave

8) Captain Phillips 

9) About Time

10) Cloudy With A Chance Of Meatballs 2