Captain Phillips
Bönnuð innan 12 ára
SpennumyndDramaSpennutryllirÆviágrip

Captain Phillips 2013

Frumsýnd: 25. október 2013

Sönn saga af sjóráni.

7.8 401452 atkv.Rotten tomatoes einkunn 93% Critics 8/10
134 MÍN

Þann 8. apríl árið 2009 rændu sómalskir sjóræningjar bandaríska flutningaskipinu MV Maersk Alabama og hugðust nota bæði skipið og áhöfnina til að kúga fé út úr eigendunum. Richard Phillips var skipstjóri á Maersk Alabama þegar þetta gerðist og skrifaði hann í kjölfarið bók um þennan atburð sem myndin Captain Phillips er gerð eftir. Það er Tom Hanks... Lesa meira

Þann 8. apríl árið 2009 rændu sómalskir sjóræningjar bandaríska flutningaskipinu MV Maersk Alabama og hugðust nota bæði skipið og áhöfnina til að kúga fé út úr eigendunum. Richard Phillips var skipstjóri á Maersk Alabama þegar þetta gerðist og skrifaði hann í kjölfarið bók um þennan atburð sem myndin Captain Phillips er gerð eftir. Það er Tom Hanks sem leikur Phillips en myndin er í leikstjórn Pauls Greengrass sem gerði m.a. myndirnar Green Zone, The Bourne Ultimatum og Bloody Sunday. Aðeins degi fyrir ránið á Maersk Alabama hafði áhöfn skipsins æft viðbrögð við slíku sjóráni og tókst að varna því að hinir sómölsku sjóræningjar næðu að sigla skipinu í land. Hins vegar tóku þeir skipstjórann, Phillips, í gíslingu og flýðu síðan með hann frá borði í sérútbúnum björgunarbáti. Við tók nokkurra daga háspennueftirför þar sem óhætt er að segja að líf skipstjórans hafi hangið á bláþræði enda hótuðu sjóræningjarnir stöðugt að taka hann af lífi ef árás yrði gerð á bátinn. En til einhverra ráða varð þó að grípa því ef sjóræningjarnir næðu til lands á bátnum þá yrði þeim ekki skotaskuld úr því að láta sig og gísl sinn hverfa og við það gátu Bandaríkjamenn ekki sætt sig ...... minna

Spila stiklu
Horfa á myndina:
Horfa á Netflix

Aðalleikarar

Tom Hanks

Captain Richard Phillips

Catherine Keener

Andrea Phillips

Max Martini

SEAL Commander

Chris Mulkey

John Cronan

Yul Vazquez

Captain Frank Castellano

Corey Johnson

Ken Quinn

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn