Trúðahrollurinn heillaði flesta

Hrollvekjan It Chapter Two sló í gegn á Íslandi um nýliðna helgi, en myndin, sem er framhald It frá árinu 2017, rakaði saman tekjum upp á tæpar tíu milljónir króna, ný á lista. Í öðru sæti listans er líka ný mynd en þar er á ferðinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, sem fengið hefur góðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Þá fór pólsk mynd beint í þriðja sæti listans, sömuleiðis ný í bíó, dramað Polityka.

Óvætturinn leggur til atlögu.

Ein önnur ný mynd er á listanum að þessu sinni, íslenska heimildarmyndin KAF sem fjallar um ungbarnasund.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: