Deadpool slær öll met!

And-ofurhetjan skemmtilega Deadpool, í túlkun Ryan Reynolds, kom sá og sigraði á bíóaðsóknarlistum hér á landi og í Bandaríkjunum um helgina.

Hér á íslandi námu tekjur af sýningum myndarinnar 14,5 milljónum króna, sem var langtum meira en næsta mynd á eftir náði að þéna, en í Bandaríkjunum sló myndin met yfir mestu aðsókn á frumsýningarhelgi á President’s Day helgi, auk þess sem hún er nú mest sótta bannaða ( R- rated ) mynd á frumsýningardegi allra tíma.

deadpool

Kafloðnu og krúttlegu íkornarnir Alvin og Íkornarnir 4 fóru úr fyrsta sæti niður í annað sæti, en í þriðja sætinu er önnur ný mynd á lista, gamanmyndin How To Be Single. 

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, Carol, sem fer beint í 15. sætið.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffi 1

box off 2