Joss Whedon í Marvel´s Agents of S.H.I.E.L.D.

Í nýjustu stiklunni fyrir sjónvarpsþættina Marvel´s Agents of S.H.I.E.L.D. sést Joss Whedon leikstjóri Avengers ofurhetju-stórmyndanna og einn af höfundum þáttanna, í miðju kafi við leikstjórn þáttanna, líklega til að undirstrika þátttöku hans í verkefninu. Í stiklunni sést einnig bregða fyrir myndum af Clark Gregg, í hlutverki Agent Coulson, Ming-Na Wen, sem er Agent Melinda May, og Chloe Bennet, sem er Skye.

Fyrsti þátturinn, sem er upprunalegi prufuþátturinn, verður sýndur þriðjudaginn 24. september nk. á ABC sjónvarpsstöðinni bandarísku.

Með önnur helstu hlutverk fara Brett Dalton, Iain De Caestecker, Elizabeth Henstridge, Shannon Lucio og  J. August Richards. Leikstjóri fyrsta þáttarins er Joss Whedon.

Hér fyrir neðan er forsíða nýjasta Entertainment Weekly tímaritsins þar sem Whedon er í forgrunni ásamt aðalleikurum þáttanna:

poster