Whedon hættir við Batgirl

Avengers leikstjórinn Joss Whedon er hættur við að leikstýra ofurhetjukvikmyndinni Batgirl, en Whedon tók við leikstjórnartaumunum í mars 2017.  Von hans var upphaflega að ná að fylgja í fótspor hinnar velheppnuðu Wonder Woman, og gera flotta ofurhetjukvikmynd með konu í aðalhlutverki. Nú hefur The Hollywood Reporter tilkynnt að Whedon sé horfinn frá verkefninu. Í tilkynningu […]

Joss Whedon í Marvel´s Agents of S.H.I.E.L.D.

Í nýjustu stiklunni fyrir sjónvarpsþættina Marvel´s Agents of S.H.I.E.L.D. sést Joss Whedon leikstjóri Avengers ofurhetju-stórmyndanna og einn af höfundum þáttanna, í miðju kafi við leikstjórn þáttanna, líklega til að undirstrika þátttöku hans í verkefninu. Í stiklunni sést einnig bregða fyrir myndum af Clark Gregg, í hlutverki Agent Coulson, Ming-Na Wen, sem er Agent Melinda May, og […]

Whedon: „Affleck neglir þetta“

Joss Whedon leikstjóri Avengers kvikmyndanna, sem fjalla um ofurhetjur Marvel teiknimyndafyrirtækisins, tjáði sig á Twitter um nýjustu fréttir þess efnis að Ben Affleck hefði verið ráðinn í hlutverk Batman í myndina Man of Steel 2, þar sem hann mun aðstoða Superman í baráttu við þorpara og dusilmenni. Þrátt fyrir að Marvel sé samkeppnisaðili DC Comics, […]

Whedon: "Affleck neglir þetta"

Joss Whedon leikstjóri Avengers kvikmyndanna, sem fjalla um ofurhetjur Marvel teiknimyndafyrirtækisins, tjáði sig á Twitter um nýjustu fréttir þess efnis að Ben Affleck hefði verið ráðinn í hlutverk Batman í myndina Man of Steel 2, þar sem hann mun aðstoða Superman í baráttu við þorpara og dusilmenni. Þrátt fyrir að Marvel sé samkeppnisaðili DC Comics, […]

Nýtt plakat fyrir Marvel´s Agents of S.H.I.E.L.D.

Margir bíða nú spenntir eftir nýju Marvel ofurhetju sjónvarpsseríunni Agents of S.H.I.E.L.D. sem frumsýndir verða í haust í Bandaríkjunum, eða 24. september nánar tiltekið. Mikil leynd hefur hvílt yfir þáttunum en fyrsti þátturinn, eða svokallaður Pilot þáttur, var sýndur í gær á blaðamannafundi Television Critics Association í Los Angeles. Þættirnir eru runnir undan rifjum framleiðandans […]

Joss Whedon hristispjót

    Eins og kvikmyndir.is greindu frá í október 2011 var Joss Whedon snöggur að skjóta sína eigin útgáfu af leikriti Williams Shakespeare, Much Ado About Nothing, eftir að tökum lauk á The Avengers. Til þess fékk hann kunnugleg andlit úr sínum eigin verkum og verkefnið ber sannarlega mikinn vinabrag, nokkuð sem í annarra höndum […]

S.H.I.E.L.D. þættir frá Marvel staðfestir

Joss Whedon mun framleiða sjónvarpsþætti byggða á svölustu leyniþjónustu Marvel heimsins, S.H.I.E.L.D.  og mun hann einnig leikstýra fyrsta þættinum. Þetta var staðfest fyrir stuttu.  Whedon mun skrifa handrit fyrsta þáttarins ásamt bróður sínum Jed Whedon og Maurissa Tancharoen, sem vann með honum í Dr. Horrible’s Sing-along Blog. Frá því að það var staðfest að Whedon […]

Raðfullnæging með ofurhetjum!

Sjálfumglaði Járnmaðurinn, græni, skapstóri Rumurinn, bandaríska túlkunin á norræna þrumuguðinum Þór og Kanakafteinninn í fánalitunum ásamt ómetanlegum liðsauka; Allir þessir hasarblaðasnillingar saman komnir í einn gríðarlega safaríkan pakka. Aðeins þeir sem hafa engan áhuga á háværu brellubíói eiga ekki eftir að taka á móti þessu með opnum örmum, fagnandi gleðitárum og kjánalegu brosi. Stundum langar […]

Ómissandi blendingsgrautur!

(ath. þessi umfjöllun er spoiler-laus) Ég er hrikalega feginn að hafa farið að ráðum skarpra netnörda sem ítrekuðu að maður ætti helst að sjá þessa mynd án þess að vita nokkuð um hana fyrirfram. Mér finnst það reyndar eiga við um allar myndir ef maður kemst auðveldlega hjá sýnishornum en það er ekki af ástæðulausu […]

Joss Whedon ræðir lengdina á Avengers

2012 verður árið hans Joss Whedon. Umtalið á hinni væntanlegu The Cabin in the Woods (sem hann meðskrifar og framleiðir) hefur hingað til verið svakalega pósitívt á erlendum kvikmyndasíðum og svo að auki mun hann rústa Marvel-myndum seinustu ára með þeirri stærstu sem hefur sést hingað til. The Cabin in the Woods og The Avengers […]

Avengers 2 verður smærri en sú fyrri

Enn eru tveir mánuðir í aðra af tveimur bíómyndum sem nördarnir halda ekki vatni yfir í sumar, en leikstjórinn/handritshöfundurinn Joss Whedon er engu að síður duglegur að horfa í framtíðina og er byrjaður að spá í framhaldinu. Það er hvort eð er öruggt að fullyrða það að séu engar líkur séu á því að The Avengers […]

Joss Whedon tilkynnir Shakespeare mynd

Svo virðist sem sumir hafi fleiri klukkutíma í sólarhringnum en flest okkar. Joss Whedon er sennilega einn þeirra. Hann tilkynnti fyrir stuttu að hann hefði klárað tökur á myndinni Much Ado About Nothing, byggðri á leikriti Shakespears. Fyrir þá tilkynningu vissi enginn af því að hann væri að gera mynd byggða á Shakespear, og kom […]

Evans talar um jafnvægi í Avengers

Opnunarmynd næsta bíósumars verður hinn gríðarstóra The Avengers, eins og fastagestir vefjarins gera sér eflaust grein fyrir, og mun spennan gagnvart myndinni aukast með hverjum mánuðinum. Ýmsir hafa þó kannski smá áhyggjur af afrakstinum þar sem myndin sameinar nokkuð margar persónur í eina brelludrifna hasarmynd. Það tíðkast ekki sjaldan að Hollywood sýnir hasarnum miklu meiri […]

Cobie Smulders í The Avengers

Þó svo að öll stærstu hlutverkin í hinni væntanlegu The Avengers séu komin á hreint er ekki þar með sagt að leikarar í Hollywood berjist ekki fyrir hin ýmsu aukahlutverk í myndinni. Nú rétt í þessu kom í ljós að leikkonan Cobie Smulders, sem margir þekkja eflaust sem Robin úr þáttunum How I Met Your […]

Vampírubaninn Buffy snýr aftur á stóra tjaldið

Í dag barst sú tilkynning að kvikmyndarisarnir hjá Warner Bros. ætla sér að vekja hörkugelluna Buffy aftur til lífsins í nýrri kvikmynd. Buffy the Vampire Slayer er kvikmynd frá árinu 1992 sem skartaði Kristy Swanson í hlutverki vampírubanans. Myndin gerði engin kraftaverk en árið 1997 gerði Joss Whedon, sem skrifaði handritið að kvikmyndinni, sjónvarpsþætti sem […]

148 síðna afmælisblað Mynda mánaðarins kemur út í dag

Í dag kemur septemberblað Mynda mánaðarins út, en þar er ekkert venjulegt tölublað á ferðinni, heldur tvöfalt afmælisblað í tilefni þess að það er númer 200 í röðinni frá upphafi. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta blað, þar sem fengnir voru aukapennar til að ná að skrifa allt það efni sem er í blaðinu. […]