Vampírubaninn Buffy snýr aftur á stóra tjaldið

Í dag barst sú tilkynning að kvikmyndarisarnir hjá Warner Bros. ætla sér að vekja hörkugelluna Buffy aftur til lífsins í nýrri kvikmynd. Buffy the Vampire Slayer er kvikmynd frá árinu 1992 sem skartaði Kristy Swanson í hlutverki vampírubanans. Myndin gerði engin kraftaverk en árið 1997 gerði Joss Whedon, sem skrifaði handritið að kvikmyndinni, sjónvarpsþætti sem báru sama nafn og slógu þeir heldur betur í gegn. Í þeim var það Sarah Michelle Gellar sem lék hana Buffy Summers, sem varð einn vinsælasti karakter sjónvarpsins.

Lítið er vitað um nýjum myndina annað en að hún mun ekki vera framhald af þáttaröðinni. Einn framleiðandinn lét hafa eftir sér, „Við erum mjög góða hugmynd að því hvernig við getum endurlífgað Buffy og heiminn hennar. Við erum mjög spenntir. Buffy á ótalmarga aðdáendur sem bíða spenntir að fá að sjá hana aftur. Hún er alveg jafn svöl og sexí og áður.“

– Bjarki Dagur