Þrumuguðinn Þór lentur á netinu

Nú styttist óðum í að kvikmyndin um Þrumuguðinn Þór birist okkur á hvíta tjaldinu en rétt í þessu var fyrsta stiklan úr myndinni að lenda á netinu.

Myndin fjallar um norska guðinn og Marvel-ofurhetjuna Þór, en hann er gerður útlægur af föður sínum Óðni fyrir gífurlegan hroka. Hann er sendur niður til jarðar þar sem hann lendir í ýmsum hremmingum á leið sinni aftur heim til Ásgarðs. Myndin skartar Chris Hemsworth í hlutverki Þórs, en aðrir leikarar eru Anthony Hopkins, Natalie Portman og Tom Hiddleston. Leikstjóri er Kenneth Brannagh, en myndin sjálf kemur í kvikmyndahús á næsta ári. Hér má sjá bæði plakatið fyrir myndina og stikluna sjálfa.

– Bjarki Dagur