Vildi ekki ógeðslegt hlutverk

Flestir eru líklega sammála um að eitt eftirminnilegasta hlutverk Anthony Hopkins sé hlutverk hans í The Silence of the Lambs sem mannætan Hannibal Lecter. Í raun réttri þá var Hopkins samt ekki fyrsti kostur í hlutverkið, en hann fékk handritið ekki í hendur til skoðunar fyrr en Sean Connery var búinn að hafna því. Jonathan Demme, […]

Raðmorðingi gengur laus – Solace frumsýnd

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Solace föstudaginn 20.nóvember.  Þeir sem kunna vel að meta sálfræðitrylla og ráðgátur þar sem ekkert er eins og það sýnist í fyrstu eiga örugglega eftir að kunna vel að meta þessa mynd, Solace, en henni hefur verið lýst sem blöndu af stórsmellunum Seven og Silence of the Lambs,“ að því er kemur fram […]

Hopkins skrifaði aðdáendabréf til Cranston

Sir Anthony Hopkins skrifaði aðdáendabréf til Bryan Cranston, aðalleikara Breaking Bad, eftir að hafa horft á allar fimm þáttaraðirnar á aðeins tveimur vikum. Fimmta þáttaröð Breaking Bad lauk göngu sinni í síðasta mánuði og fylgdust um tíu milljónir áhorfenda með í Bandaríkjunum. Þar leikur Cranston efnafræðikennarann Walter White sem breytist stórtækan dópsala. Steven Michael Quezada, […]

Ræna Heineken fyrir 50 milljónir dollara

Avatar stjarnan Sam Worthington, Cloud Atlas leikarinn Jim Sturgess  og True Blood leikarinn Ryan Kwanten munu leika á móti Óskarsverðlaunahafanum Anthony Hopkins í nýjum spennutrylli, Kidnapping Fredddy Heineken. Leikstjóri myndarinnar verður Daniel Alfedson, sem leikstýrði annarri og þriðju myndinni í Millenium þríleiknum sænska, sem hófst með Karlar sem hata konur. Handrit gerir William Brookfield eftir […]

Þrír komu til greina sem Hannibal Lecter

Breski leikarinn Derek Jacobi hefur upplýst að bæði hann og Daniel Day-Lewis hafi komið til greina í hlutverk mannætunnar Hannibal Lecter í myndinni The Silence of the Lambs, sem Anthony Hopkins lék svo eftirminnilega. Hopkins fékk Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína. Upplýsingar um þetta koma fram í sjálfsævisögu Jacobi, As Luck Would Have It, en hann […]

Thor: The Dark World – Nýtt plakat

Nýtt kynningarplakat fyrir framhaldsmyndina Thor: The Dark World er komið á netið í gegnum Entertainment Weekly.   Í forgrunni eru Chris Hemsworth í hlutverki þrumuguðsins Þórs og Natalie Portman en myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Á meðal annarra leikara í myndinni eru Tom Hiddlestone, Jamie Alexander og Anthony Hopkins. Thor: […]

Hopkins skoplegur í Red 2 – Ný stikla

Önnur stikla fyrir gaman-spennumyndina Red 2 er komin út, en myndin er framhald hinnar stórskemmtilegu Red frá árinu 2010 sem fjallaði um leyniþjónustufólk sem komið var á eftirlaun, en sogast aftur inn í bransann. Miðað við það sem sjá má í stiklunni fáum við hér meira af því sama og var í gangi í fyrri myndinni. Anthony Hopkins […]

Farrell leikur fjöldamorðingja

Colin Farrell hefur tekið að sér hlutverk  í spennumyndinni Solace. Sir Anthony Hopkins verður einnig í myndinni og leikur hann skyggnan mann sem er fenginn til að hafa uppi á honum. Leikstjóri verður Afonso Poyart. Samkvæmt Deadline verður Farrelll í hlutverki fjöldamorðingjans. Áður en Farrell sést í Solace má berja hann augum í tryllinum Dead […]

Hitchcock og konan hans – Stikla

Síðar í mánuðinum er væntanleg mynd um bandaríska kvikmyndaleikstjórann Alfred Hitchcock, sem heitir Hitchcock og er eftir Sacha Gervasi. Myndin hefur þegar verið sýnd á til dæmis AFI kvikmyndahátíðinni ( American Film Institute ), en viðtökur gagnrýnenda þar hafa verið misjafnar. Myndin mun þó vonandi hvetja menn til að horfa á Pscycho, og jafnvel fleiri myndir Alfred […]

Ný mannæta

Fyrstu myndirnar af danska leikaranum Mads Mikkelsen í gervi mannætunnar geðþekku Hannibal Lecter hafa verið opinberaðar.                         Um er að ræða nýja sjónvarpsþáttaröð, Hannibal, um þessa frægu persónu úr skáldsögum Thomas Harris; Red Dragon og The Silence of the Lambs, sem Anthony Hopkins túlkaði […]

Hopkins er Hitchcock!

Anthony Hopkins er í gervi leikstjórans Alfred Hitchcock í myndinni Hitchcock sem áætlað er að komi í kvikmyndahús vestanhafs í lok nóvember á þessu ári (við hér á klakanum megum búast við henni eftir jól). Komið er út plakat fyrir myndina sem sýnir Hopkins nánast óþekkjanlegan á rauðum bakgrunni með hníf í höndunum. Myndin fjallar […]

Aronofsky er duglegur á twitter

Eins og allir vita eru þau Darren Aronofsky, Russel Crowe, Emma Watson og Anthony Hopkins komin til landsins og vinnsla á biblíuepíkinni um örkina hans Nóa, sem ber hinn frumlega titil Noah, er á fullu í gangi. Þetta er draumaverkefni Aronofsky ef marka má tvístin á twitter-síðunni hans, en óskarstilnefndi leikstjórinn hefur verið duglegur að […]

Hopkins handsamar raðmorðingja

Stórleikarinn Anthony Hopkins hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Solace, samkvæmt Variety. Í myndinni mun hann fara með hlutverk fyrrum læknis sem gæddur er þeim yfirnáttúrulegu hæfileikum að geta lesið hugsanir annarra. Alríkislögreglan leitar til hans í þeirri von að hann geti hjálpað þeim að handsama slóttugan raðmorðngja. Sagan á bakvið Solace er fremur […]

The Rite á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið; særingatryllirinn The Rite með Sör Anthony Hopkins í aðalhlutverkinu náði toppsætinu á bíóhúsum Bandaríkjanna um helgina. Það verður að teljast við hæfi, því aðsókn það sem af er ári er búin að vera djöfullega léleg vestra. Um 15 milljónir dollara dugðu The Rite til að hrifsa toppsætið af […]

Hopkins í fötin hans Hitchcocks

Stórleikarinn Anthony Hopkins á nú í viðræðum um að leika hrollvekjumeistarann Alfred Hitchcock, í myndinni Alfred Hitchcock and the Making of Psycho, samkvæmt fréttaveitunni The Hollywood Reporter. Þar er um að ræða kvikmyndagerð bókar eftir Stephen Rebello, en sú bók er byggð á sönnum atburðum. Sacha Gervasi, sem gerði myndina Anvil! The Story of Anvil, […]

Þrumuguðinn Þór lentur á netinu

Nú styttist óðum í að kvikmyndin um Þrumuguðinn Þór birist okkur á hvíta tjaldinu en rétt í þessu var fyrsta stiklan úr myndinni að lenda á netinu. Myndin fjallar um norska guðinn og Marvel-ofurhetjuna Þór, en hann er gerður útlægur af föður sínum Óðni fyrir gífurlegan hroka. Hann er sendur niður til jarðar þar sem […]

Ný mynd úr Thor

Nýjar myndir hafa birst úr myndinni Thor sem nú er í tökum, en myndin verður frumsýnd á næsta ári. Á myndinni sést sjálfur Óðinn, leikinn af Anthony Hopkins, gefa Þór góð ráð ( eða er hann að skamma strákinn… ) en það er Chris Hemsworth sem fer með hlutverkThors. Þessi mynd ætti að falla Íslendingum […]