Hopkins skrifaði aðdáendabréf til Cranston

Sir Anthony Hopkins skrifaði aðdáendabréf til Bryan Cranston, aðalleikara Breaking Bad, eftir að hafa horft á allar fimm þáttaraðirnar á aðeins tveimur vikum.

hopkins

Fimmta þáttaröð Breaking Bad lauk göngu sinni í síðasta mánuði og fylgdust um tíu milljónir áhorfenda með í Bandaríkjunum. Þar leikur Cranston efnafræðikennarann Walter White sem breytist stórtækan dópsala.

Steven Michael Quezada, öðru nafni Steven Gomez úr Breaking Bad, deildi bréfinu frá Óskarsverðlaunahafanum Hopkins á Facebook.

„Kæri herra Cranston. Ég var að ljúka við maraþonáhorf mitt á Breaking Bad. Tveggja vikna (ávanabindandi) áhorf. Ég hef aldrei horft á neitt í þessum dúr. Snilld! Frammistaða þín sem Walter White er sú besta sem ég hef nokkurn tímann séð hjá leikara,“ skrifaði Hopkins.