Breaking Bad aðeins draumur?

mmFimmta þáttaröð Breaking Bad lauk göngu sinni í september síðastliðin og fylgdust tugir milljónir áhorfendur með Bryan Cranston í hlutverki sínu sem efnafræðikennarinn og amfetamín framleiðandinn, Walter White.

Margar getgátur hófust þegar þáttaröðin var að líða undir lok og kepptust netverjar um að spá hvernig serían myndi enda. Sumir gengu svo langt og spáðu að Cranston myndi fara í vitnavernd og stofna nýja fjölskyldu. Sú fjölskylda yrði svo betur þekkt sem fjölskyldan í þáttunum Malcolm in the Middle, sem voru gerðir á árunum 2000-2006. En þar lék Cranston einmitt hinn stressaða faðir, Hal.

Bryan Cranston og mótleikkonan hans, Jane Kaczmarek, úr þáttunum Malcolm in the Middle léku á alls oddi í nýju myndbroti þar sem öllum spurningum netverja um þættina báða er svarað.