Farrell leikur fjöldamorðingja

Colin Farrell hefur tekið að sér hlutverk  í spennumyndinni Solace. Sir Anthony Hopkins verður einnig í myndinni og leikur hann skyggnan mann sem er fenginn til að hafa uppi á honum. Leikstjóri verður Afonso Poyart.

Samkvæmt Deadline verður Farrelll í hlutverki fjöldamorðingjans.

Áður en Farrell sést í Solace má berja hann augum í tryllinum Dead Man Down þar sem hann leikur á móti Noomi Rapace. Sú mynd kemur út síðar á þessu ári. Einnig leikur hann í Saving Mr. Banks sem kemur út í Bandaríkjunum í desember