Frumsýning: On the Road

Græna ljósið frumsýnir kvikmyndina On the Road eftir Walters Salles, á föstudaginn næsta, þann 5. apríl, í  Háskólabíói og Bíó Paradís.

Í tilkynningu segir að leikstjórinn hafi heimsótt Ísland í tilefni frumsýningar kvikmyndarinnar The Motorcycle Diaries sem sló í gegn og sópaði til sín tilnefningum og verðlaunum.

Sjáðu stikluna úr On the Road hér fyrir neðan:

„On the Road byggir á samnefndri bók Jacks Kerouac, en hún hefur ekki verið kvikmynduð fyrr þrátt fyrir að vera jafnan talin eitt af veigameiri verkum bókmenntasögunnar. Margir hafa haldið því fram að ómögulegt sé að koma verkinu upp á hvíta tjaldið, en það tekst Salles með stakri prýði. Enda fer fjöldinn allur af stórleikurum á kostum í litríkum hlutverkum.“

Sagan fjallar um rithöfundinn Sal Paradise, sem kemst í kynni við hinn heillandi Dean Moriarty og kærustu hans Marylou. Ungmennin þrjú þyrstir í frelsi og halda af stað í leit að heiminum, hinu ókunna og sjálfum sér.

Smelltu hér til að lesa ítarlegri söguþráð.

Leikstjórn: Walter Salles
Handrit: Jose Rivera
Aðalhlutverk: Sam Riley, Garrett Hedlund, Kirsten Stewart, Amy Adams, Kirsten Dunst, Viggo Mortensen o.fl.
Frumsýnd: 5. apríl
Sýnd í: Háskólabíói og Bíó Paradís