Náðu í appið
Öllum leyfð

The Motorcycle Diaries 2004

(Diarios de motocicleta)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. apríl 2005

Before he changed the world the world changed him

126 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Árið 1952 ákveður læknaneminn 23 ára, Ernesto Guevara de la Serna, þekktur sem Fuser af vinum sínum, og betur þekktur síðar sem byltingarleiðtoginn Ernesto Che Guevara, að fresta því að taka síðasta árið sitt í læknanáminu og fara í staðinn með tuttugu og níu ára gömlum vini sínum, Alberto Granado - þekktur sem Mial af vinum sínum - í fjögurra mánaða... Lesa meira

Árið 1952 ákveður læknaneminn 23 ára, Ernesto Guevara de la Serna, þekktur sem Fuser af vinum sínum, og betur þekktur síðar sem byltingarleiðtoginn Ernesto Che Guevara, að fresta því að taka síðasta árið sitt í læknanáminu og fara í staðinn með tuttugu og níu ára gömlum vini sínum, Alberto Granado - þekktur sem Mial af vinum sínum - í fjögurra mánaða og 8 þúsund kílómetra langa mótorhjólaferð í gegnum Suður-Ameríku, en ferðin hefst í heimaborg þeirra Buones Aires í Argentínu. Ætlun þeirra er að sjá staði sem þeir höfðu aðeins lesið um í bókum, á meginlandinu sem þeir bjuggu á, og enda ferðalagið á þrítugsafmæli Alberto á hinum enda heimsálfunnar, í Guajira skaganum í Venesúela. Ferðin fer ekki öll eins og þeir höfðu skipulagt hana fyrirfram þar sem mótorhjól bilar, og þeir eru blankir. Þeir rífast einnig á stundum vegna þess að þeir eru sífellt tveir einir saman, auk þess sem Fuser er með asma. En fyrir tilviljun hitta þeir kommúnista í eyðimörkinni í Síle og heimsækja San Pablo Leper nýlenduna í Amason svæðinu í Perú, sem hvorutveggja breytir þeirra sýn á lífið og tengslunum á milli þeirra vinanna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Virkilega góð mynd og algerlega þess virði að horfa á.
Myndir sýnir aðeins inn í líf Ernesto Guevera og vinar hans Alberto Granado og ferðalag þeirra um Suður-Ameríku.
Það eina sem ég var pínu ósáttur við, var að ég var að vonast eftir að fá að sjá hvernig hann kynntist Fidel Castro og þegar byltingin var gerð á Kúbu, en kanski var betra að vera ekkert að fara út í það, hefði þurft aðra mynd fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að mínu mati besta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Alveg síðan ég sá Mystic River og þessi mynd er í sama gæðaflokki og hún.

Tónlistin er mögnuð, búinn að kaupa soundtrackið og það er vel þess virði. S-Amerísk gítartónlistin er mögnuð.

Myndin er fyndin, skemmtileg, sorgleg og dramatísk.

SJÁIÐ ÞESSA!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Motorcycle Diaries (Walter Salles)


Diarios de motocicleta eða Motorcycle Diaries er virkilega góð mynd. Ég vissi að hún yrði góð, ég fékk einhvers konar fyrirboða um það fyrr í dag. Ég var staddur á Lindasafninu góða er ég rak í augun í bókaflokk sem hét Saga Mannkyns. Þess konar saga er auðvitað mjög áhugaverð svo ég lét slag standa og ákvað að taka fram eina af bókunum. Bókaflokkkurinn var allt í allt í tólf bókum. Ég valdi eina að handahófi, og opnaði bókina á einhverjum stað af handahófi. Eftir að hafa rýnt í þá blaðsíðu sem ég lenti á, í um það bil 5 sekúndur leit ég augun í dálk sem fjallaði um Che Guevara en Motorcycle Diaries fjallar einmitt um þann merka mann.


Ég verð að viðurkenna það að ég veit nánast ekkert um Ernesto Guevera. Ég þekkti hann aðeins sem manninn á bolunum og vissi, eins og áður sagði, ekki glætu um hann. Hélt þó hann hefði verið einhvers konar pólítíkusarbyltingarmaður og hafði reyndar rétt fyrir mér varðandi það. Ég er í rauninni engu nær um stjórnarsögu hans eftir að hafað séð myndina. Enda fjallar myndin ekki um það tímabil í lífi hans. Sagan segir frá honum og félaga hans sem ákveða að halda á vit örlaganna í ferð um Suður-Ameríku á mótorhjóli. Þeir ferðast til að ferðast eins og Ernesto sagði í myndinni. Þeir höfðu áætlað að skemmta sér stórlega og kynnast hinni rómönsku Ameríku betur, fá þefinn af nýjum menningarheimum og fólki. Ferðin átti þó eftir að hafa miklu meiri áhrif á þá félaga en þeir höfðu nokkur tíma grunað. Che var lærandi læknir og félagi hans, Alberto Grando einnig lærður efnalæknir eða eitthvað þannig lagað, man það ekki alveg.


Meðan ferð þeirra stóð hittu þeir margt fólk og kynntust sveitalífi Suður-Ameríkunnar. Kynntust harðræðinu og óréttlætinu sem þar ríktu. Þeir fátæku voru kúgaðir af þeim ríku og áttu ekki minnsta möguleika á að plumma sig almennilega í þróaðri samfélagi. Fólk var handtekið fyrir að vera vera kommúnistar. Fólk fékk ekki að lifa með þau mannréttindi sem fólk í háþróaðra umhverfi fékk að lifa í. Þetta harðræði reiddi hann til mikillar innri reiði og fékk hann til að hugsa. Vorkun hans gangvart þessu fólki var mikil frá honum og virtist hann vilja leggja sitt af mörkum til að gera staðinn að betri stað til að lifa á.


Hann og Alberto dvöldu í þrjár vikur hjá sjúkrahúsi sem sá um holdsveika, en Che var einmitt með sérstakan áhuga á því sviði læknisfræðarinnar. Þessi tiltekni staður var staddur í Perú á mjög fallegu svæði. Svæðina var skipt upp á þann hátt að það var á sem skipti fólkinu upp á milli tveggja staða, beggja megin við ánna. Öðru megin voru þeir veiku og hinu megin starfsólkið og aðrir. Che var alls ekki hrifinn af þessari skiptingu og fannst hún brjóta stórlega á þeim veiku sem bjuggu öðru megin við ánna. Sem er auðvitað rétt, sérstaklega þar sem það fólk var ekki á smitstigi veikinnar. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum úr myndinni sem sýnir pólítiskt viðhorf Che og vilja hans á ríkjandi kommúnisma, sem hann átti svo eftir að berjast fyrir seinna. Vona að ég sé ekki skrifa einhverja vitleysu hingað þó, ég tek alls ekki ábyrgð á sögulegum staðreyndum sem ég er að setja hingað. Ég ætla mér allavega að lesa mér meira um manninn á komandi mánuðum.


Myndin er byggð á dagbókum Guevara sem hann skrifað á meðan ferð hans stóð. Gaman að sjá hversu góður penni hann virðist hafa verið. Lýsingar hann virkilega fallegar og ljóðrænar. Walter Salles, leikstjóri myndarinnar á skilið risastór hrós frá öllum. Honum tókst að gera þessa mynd jafn frábæra og hún í rauninni er. Tekst að sýna í gegnum myndina hvernig viðhorf Che gagnvart heiminum þroskast smátt og smátt án þess þó að nota orð fyrr en í lok myndarinnar. Kaflinn þegar hann les um kúgun fólksins og svart-hvítar myndir af fólki sem má síns minna(örugglega rangt til orða tekið) birtast horfa glitrandi augum í myndavélina. Hvernig samspil myndavélarinnar og tónlistar var notað á fullkominn hátt. Þessir tveir þættir voru rosalega góðir við myndina. Tekist var að mynda nátturufegurð S-Ameríku á undraverðan hátt, og undir glamraði rosalega falleg gítartónlist. Fólk verður að sjá þetta, tökurnar þegar þeir sáust ferðast um á mótorhjólinu voru einstaklega fallegar, minna mann helst á vel málað málverk þótt myndlist hafi í rauninni aldre heillað mig almennilega. Vá hvað mann langaði að koma til Suður-Ameríkunnar á meðan myndinni stóð, og langar enn. Og vá hvað mig langar einnig að sjá meira eftir leikstjórann sjálfan sem gerði myndina jafn góða og hún er. Næst er Dark Water eftir hann, áhugavert.


Allt í allt yndislega falleg og góð mynd og mann sem uppgötvar sjálfan sig á nýjan hátt í þroskandi ferð með félaga sínum í gegnum rómönsku Ameríkuna. Hvet fólk eindregið til að sjá þessa. Húrra Walter Salles!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alvarleg, fyndin, sorgleg, frábær! Gael Garcia Bernal sýnir snilldarleik sem ungur Che Guevara. Rodrigo De la Serna leikur Alberto Granado vin Guevara. Vel leikin, vel leikstýrð og vel skrifuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var dreginn á þessa mynd í gærkvöldi í háskolanum, ég vissi ekkert um myndina nema að þetta fjallar um ferðalag frelsishetjunnar Ernesto Che Guevara og félaga hans á yngri árum áður en hann varð þessi byltingarsinni.

Þetta fjallar í stuttu máli um Che og vin hans sem ætla að ferðast um Suður-Ameríku á mótorhjóli og ætla að enda í Venuzuela á þrítugsafmæli vinars. Lenda þeir í miklum ævintýrum. Ævintýrin sem þeir kappar lenda gætu allt eins komið fyrir þig og mig ef við færum í þessa ferð. hun er mjög raunhæf, fyndin,hly og mannleg. Ég gef myndinni þrjár og hálfa vegna þess að einfaldlega góð og nánast allt er fullkomið með þessa mynd. Hun fékk óskarinn fyrir besta lag en það þótti algjört hneiksli að Banderas var látinn spila lagið á hátíðinni en ekki sá sem spilaði það í myndinni. Hun fékk flest öll Baftaverðlaunin(Bretland) í ár(þar á meðal besta myndin að mig minnir). En sjón er sögu ríkari.

Leikstjóri er Walter Salles á hann að baki myndir eins og Behind the Sun (2001),Central do Brasil(1998),Central station(1998). Aðalleikarinn er ungur maður að nafni Geael Garcia Bernal og á hann að baki myndirnar The Crime of father Amaro(2002),Y tu mamá Tambien(2001),Amores Perros (2000) snildarmynd!!. helstu samleikendur eru Mia Maestro sem lék í Frida (2002) og Rodrigo de la Serna sem ég man ekki eftir að hafa seð í öðrum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.04.2013

Frumsýning: On the Road

Græna ljósið frumsýnir kvikmyndina On the Road eftir Walters Salles, á föstudaginn næsta, þann 5. apríl, í  Háskólabíói og Bíó Paradís. Í tilkynningu segir að leikstjórinn hafi heimsótt Ísland í tilefni frumsýning...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn